Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 11:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man City og Chelsea: Fabregas fær tækifæri
Cesc Fabregas fær tækifæri til að sýna sig og sanna í dag
Cesc Fabregas fær tækifæri til að sýna sig og sanna í dag
Mynd: Getty Images
Hádegisleikurinn í ensku úrvalsdeildinni er á toppslagur milli Manchester City og Chelsea, en þetta er jafnframt stórleikur helgarinnar í enska. Þetta er fyrsti leikur 14. umferð deildarinnar.

Chel­sea er með 31 stig á toppi deildarinnar, en Li­verpool og Manchester City eru með 30 stig í öðru og þriðja sæti. Li­verpool spil­ar ekki fyrr en á morg­un og sæk­ir þá Bour­nemouth heim.

Byrjunarliðin fyrir þennan toppslag eru klár og hægt er að sjá þau hér að neðan. Hjá heimamönnum koma Kevin de Bruyne, David Silva og Ikay Gundogan allir aftur inn í liðið og þá byrjar Leroy Sane fyrir Raheem Sterling, en Sterling er ekki í hóp í dag. Yaya Toure er kominn á bekkinn.

Hjá gestunum í Chelsea byrjar Cesc Fabregas, en hann hefur ekki fengið mikið af tækifærum á þessu tímabili. Annars er allt hefðbundið hjá toppliðinu sem vonast auðvitað til þess að halda því sæti í lok dags.

Byrjunarlið Man City: Bravo, Stones, Otamendi, Kolarov, Fernandinho, Gundogan, Navas, Sane, Silva, De Bruyne, Aguero.
(Varamenn: Caballero, Zabaleta, Sagna, Clichy, Yaya Toure, Fernando, Iheanacho)

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Azpilicueta, David Luiz, Cahill, Moses, Kante, Fabregas, Alonso, Pedro, Diego Costa, Hazard.
(Varamenn: Begovic, Ivanovic, Aina, Chalobah, Oscar, Willian, Batshuayi)

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en einnig er hægt að fylgjast með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.







Athugasemdir
banner
banner
banner