Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. október 2015 15:55
Arnar Geir Halldórsson
Rodgers: Mjög gott stig
Rodgers gefur skipanir á hliðarlínunni í dag
Rodgers gefur skipanir á hliðarlínunni í dag
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, svaraði gagnrýnisröddum eftir jafnteflið gegn Everton í dag.

Liverpool komst í forystu með Danny Ings en Romelu Lukaku jafnaði metin nokkrum mínútum síðar. Rodgers hrósaði sínu liði eftir leikinn.

„Hugarfar okkar var stórkostlegt, við verðskulduðum að minnta kosti jafntefli," sagði Rodgers.

„Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleiknum og við komumst verðskuldað yfir. Það er svekkjandi að við gerum mistök sem gefur þeim jöfnunarmarkið."

„Þetta er mjög gott stig. Það er erfitt að koma hingað og ég er stoltur af strákunum."


Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa kallað eftir breytingum á þjálfarateyminu en Rodgers kveðst ekki finna fyrir því.

„Ég finn ekki fyrir aukinni pressu. Það er pressa á þeim sem selja blöðin að búa til sögur. Mitt starf er að hugsa um liðið mitt og það er eina pressan sem ég finn fyrir."

„Við erum í ákveðinni uppbyggingu og hún tekur tíma. Auðvitað er pirrandi fyrir stuðningsmennina að við höfum selt sterka leikmenn. Þá þarf að byggja upp og það tekur tíma sama hver er við stjórnvölin."



Athugasemdir
banner
banner
banner