Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 05. febrúar 2016 19:23
Arnar Geir Halldórsson
Þýskaland: Jón Daði spilaði í jafntefli
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson
Mynd: Getty Images
Kaiserslautern 2-2 Union Berlin
1-0 Ruben Yttergaard Jensen (´34)
2-0 Marcel Gaus (´40)
2-1 Fabian Schönheim (´76)
2-2 Bobby Shou Wood (´86)

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson lék sinn fyrsta leik fyrir þýska B-deildarliðið Kaiserslautern þegar liðið fékk Union Berlin í heimsókn í kvöld.

Jón Daði gekk í raðir félagsins um áramótin en þetta var fyrsti deildarleikur félagsins síðan þá þar sem vetrarfrí hefur verið í deildinni að undanförnu.

Hann fór beint inn í byrjunarliðið og spilaði fyrstu 70 mínúturnar í svekkjandi 2-2 í þar sem bæði mörk Kaiserslautern voru skoruð á sex mínútna kafla í seinni hálfleik. Gestirnir náðu svo að koma til baka eftir að Jón Daði var farinn af velli.

Kaiserslautern er í 8.sæti B-deildarinnar með 27 stig eftir 20 umferðir en fjórum stigum frá 3.sætinu sem gefur sæti í umspili um úrvalsdeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner