Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. maí 2015 16:39
Arnar Daði Arnarsson
Leikmannamálin
Útilokar ekki að Atli Sigurjóns verði lánaður
Atli Sigurjónsson gæti verið lánaður frá KR.
Atli Sigurjónsson gæti verið lánaður frá KR.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Miðjumenn hjá KR, þeir Farid Zato og Atli Sigurjónsson gætu verið á förum frá félaginu. Farid Zato er aftarlega í goggunarröðinni hjá Bjarna þjálfara KR og Atli vill fá sínar spila mínútur og hefur hugsað sér til hreyfings. Eins og fram kom á Vísi í dag.

Kristinn Kjærnested, formaður KR hefur ekkert heyrt af áhuga liða á þessum leikmönnum.

„Það hafa engin lið haft samband varðandi Farid og Atla, síðast þegar ég vissi. Maður hefur eitthvað heyrt en það hefur ekkert komið beint til okkar," sagði Kristinn.

„Farid þarf að koma sér í eitthvað lið til að fá að spila," sagði Kristinn um Farid.

Atli Sigurjónsson fór í aðgerð í janúar og hefur það tekið hann lengri tíma en hann bjóst við að koma til baka. Hann sagði í samtali við Vísi í dag hafa hugsað út í það að yfirgefa KR til að fá að spila.

„Það er auðvitað gríðarlega erfitt að koma svona seint inn í KR-liðið þar sem samkeppnin er svo mikil. Ég er byrjaður að skoða það, að fara hugsanlega á lán eitthvert til að koma mér í gang,“ sagði Atli í samtali við Vísi.

Samkvæmt heimildum Vísis gerðu Valsmenn KR-ingum tilboð í Atla sem var hafnað. Kristinn vildi lítið ræða um það.

„Það verður að vega og móta það hverju sinni. Það er ekkert í pípunum. Það hefur ekkert lið haft samband í dag eða nýlega," sagði formaður KR að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner