Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. janúar 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte við Mourinho: Mun ekki gleyma þessu
Það andar köldu á milli Mourinho og Conte
Það andar köldu á milli Mourinho og Conte
Mynd: Getty Images
Antonio Conte og Jose Mourinho, stjórar Chelsea og Manchester United, hafa látið dynja skotum yfir hvorn annan í fjölmiðlum undanfarna daga. Conte mun ekki gleyma þessu rifrildi.

Mourinho byrjaði fyrst á því að líkja Conte við trúð en þá sagði Conte við Mourinho að hann væri kannski að glíma við minnistap.

Það síðasta sem Mourinho sagði um kollega sinn hjá Chelsea tengist veðmálaskandal í ítalska boltanum 2011. Conte, sem var þá stjóri Juventus, fór fjögurra mánaða bann eftir hagræðingu úrslita en var síðan hreinsaður af allri sök í málinu.

Margir voru á því máli að þarna hefði Mourinho farið yfir strikið og kallaði Conte hann „lítinn mann".

„Hann sagði alvarlega hluti. Ég mun ekki gleyma þessu," sagði Conte þegar hann var spurður út í Mourinho á blaðamannafundi í dag. Conte sagði einnig að það væri óþarfi fyrir enska knattspyrnusambandið að blanda sér í málið.
Athugasemdir
banner
banner