Í sumar verður leikið í þremur deildum í meistaraflokki kvenna en spilað verður í Pepsi-deild, 1. deild og 2.deild í stað þess að 1.deildinni verði skipt upp í riðla og svo spiluð úrslitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Selfoss 126 stig
5. ÍR 94 stig
6. Þróttur 79 stig
7. Tindastóll 64 stig
8. Hamrarnir 52 stig
9. Víkingur Ó. 42 stig
10. Sindri 27 stig
4. Selfoss
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í Pepsi-deild kvenna
Selfoss féll úr Pepsi-deildinni á ótrúlega dramatískan hátt í lokaumferðinni í fyrra.
Þjálfarinn: Alfreð Elías Jóhannsson tók við liði Selfoss í haust. Alfreð er mikill reynslubolti, bæði sem leikmaður og þjálfari, en er nú að þjálfa kvennalið í fyrsta skipti. Hann hefur lengst af þjálfað karlalið Ægis í 2. deildinni en var síðast hjá ÍBV í Pepsi-deild karla. Fyrst sem aðstoðarmaður Bjarna Jó. en hann tók við liðinu og stýrði því út tímabilið ásamt Ian Jeffs þegar Bjarni hætti störfum.
Styrkleikar: Liðið á toppleikmenn í sínum herbúðum og ef Alfreð þjálfari nær að pússla saman þéttu liði eftir allar breytingarnar frá síðasta tímabili er liðið til alls líklegt. Sömu sögu er að segja ef liðið nær upp gömlu góðu Selfoss-stemmningunni sem týndist í fyrra. Liðið er að koma úr efstu deild og þekkir úrvaldsdeildartempó og þá umgjörð sem þar fyrirfinnst. Ef Selfoss getur haldið þeim standard er liðið með ákveðið forskot á flesta keppinauta sína í 1.deildinni.
Veikleikar: Liðinu gekk vel í Faxaflóa-mótinu en átti svo í basli í sterkri B-deild í Lengjubikar. Það myndi reynast öllum liðum erfitt að missa eins stóra pósta úr sínum herbúðum eins og Selfoss hefur gert og það er hætt við að lykilmennirnir sem hurfu á brott skilji eftir sig stór skörð sem erfitt verður að fylla.
Lykilmenn: Chante Sherese Sandiford, Erna Guðjónsdóttir og Magdalena Anna Reimus
Gaman að fylgjast með: Það eru spennandi leikmenn að koma upp á Selfossi. Tvær þeirra sem gaman verður að fylgjast með eru þær Barbára Sól Gísladóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir, báðar eru þær kröftugir leikmenn sem geta leyst nokkrar stöður á vellinum og hafa verið í úrtakshópum yngri landsliða.
Komnar:
Alexis C. Rossi frá Bandaríkjunum
Friðný Fjóla Jónsdóttir úr láni hjá Tindastól
Farnar:
Alyssa Telang
Guðmunda Brynja Óladóttir í Stjörnuna
Heiðdís Sigjónsdóttir í Breiðabilk
Hrafnhildur Hauksdóttir í Val
Lauren Elizabeth Hughes
Sharla Passariello
Valorie Nicole O Brien
Fyrstu leikir Selfoss:
13. maí Selfoss - Þróttur
19. maí Víkingur Ó - Selfoss
27. maí Selfoss - Sindri
Athugasemdir