Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 09. maí 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild kvenna: 5. sæti
ÍR er spáð 5. sætinu
ÍR er spáð 5. sætinu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gummi náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili með ÍR.
Gummi náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Heba Björg Þórhallsdóttir
Fyrirliðinn Heba Björg Þórhallsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Eva Ýr verður í markinu hjá ÍR í sumar
Eva Ýr verður í markinu hjá ÍR í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í sumar verður leikið í þremur deildum í meistaraflokki kvenna en spilað verður í Pepsi-deild, 1. deild og 2.deild í stað þess að 1.deildinni verði skipt upp í riðla og svo spiluð úrslitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár.

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ÍR 94 stig
6. Þróttur 79 stig
7. Tindastóll 64 stig
8. Hamrarnir 52 stig
9. Víkingur Ó. 42 stig
10. Sindri 27 stig

5. ÍR
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í A-riðli 1.deildar
Segja má að ÍR hafi verið spútniklið síðustu leiktíðar. Liðið kom mörgum á óvart og endaði í 2. sæti A-riðils eftir heldur mögur ár á undan. ÍR fór því í úrslitakeppnina og valtaði yfir Hamrana í 8-liða úrslitum. Í undanúrslitum þurftu ÍR-ingar að lúta í lægra hald gegn Grindvíkingum og töpuðu í kjölfarið gegn Keflavík í leik um 3. sæti deildarinnar.

Þjálfarinn: Guðmundur Guðjónsson er áfram við stjórnvölinn hjá ÍR. Guðmundur er 39 ára gamall Ísfirðingur og spilaði á sínum tíma með meistaraflokki BÍ og BÍ/Bolungarvíkur. Hann tók við ÍR fyrir síðasta tímabil og gerði virkilega góða hluti með liðið. Áður þjálfaði hann sameiginlegan 2.flokk Vals og Þróttar.

Styrkleikar: Liðið var besta varnarlið A-riðils í fyrra en ÍR fékk aðeins á sig 5 mörk og spilaði þéttan og agaðan varnarleik. ÍR skoraði einnig heilan helling og holningin á liðinu var góð. Það er fín breidd í leikmannahópnum og góð stemmning í kringum liðið.

Veikleikar: Undirbúningstímabilið hefur ekki verið alveg í takt við síðasta sumar og varnarleikurinn ekki á pari við það sem við fengum að kynnast. Þá hefur liðið misst nokkra af sterkustu leikmönnum sínum frá síðasta sumri og verið að fá nýja leikmenn til sín stuttu fyrir mót. Það er spurning hvað þær þurfa langan tíma til að aðlagast og komast í takt við leik liðsins.

Lykilmenn: Heba Björg Þórhallsdóttir, Mykaylin Rosenquist og Sandra Dögg Bjarnadóttir.

Gaman að fylgjast með: Sandra Dögg Bjarnadóttir er fædd árið 1996 en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki í ÍR-liðinu síðustu ár. Hún spilaði fyrst með meistaraflokki sumarið 2011 og hefur síðan spilað 76 leiki og skorað í þeim 23 mörk. Þá fengu ÍR-ingar til sín spennandi leikmann í Móniku Hlíf Sigurhjartardóttur. Mónika er uppalin hjá Stjörnunni þar sem hún hefur verið öflug í gegnum yngri flokkana. Í fyrra lék hún með Skínanda í 1. deildinni og stóð sig vel. Hún hefur lofað góðu fyrir ÍR á undirbúningstímabilinu.

Komnar:
Dagbjört Sól Guðlaugsdóttir frá FH
Eva Ýr Helgadóttir frá Fylki (lán)
Hafdís Erla Valdimarsdóttir frá Haukum
Ingibjörg Fjóla Ástudóttir frá Skínanda
Mónika Sigurhjartardóttir frá Stjörnunni
Mykaylin Rosenquist frá Bandaríkjunum
Ragna Björg Kristjánsdóttir frá Augnabliki
Sonja Björk Guðmundsdóttir frá Haukum
Dagmar Mýrdal frá KR
Bryndís María Theodórsdóttir frá Fram

Farnar:
Halla Marinósdóttir í FH
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir í FH
Lilja Gunnarsdóttir í FH
Alda Ólafsdóttir í FH
Margrét Sveinsdóttir til Danmerkur
Ásgerður Arna Pálsdóttir til Danmerkur
Kristín Freyja Óskarsdóttir Hvíta Riddarann
Mist Elíasdóttir Hætt

Fyrstu leikir ÍR:
13. maí ÍR - HK/Víkingur
19. maí ÍR - ÍA
27. maí Keflavík - ÍR
Athugasemdir
banner
banner