Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. maí 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild kvenna: 7. sæti
Tindastól er spáð 7.sæti í nýrri 1.deild
Tindastól er spáð 7.sæti í nýrri 1.deild
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Arnar Skúli þjálfar Tindastól
Arnar Skúli þjálfar Tindastól
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Það verður gaman að fylgjast með Vigdísi Eddu í sumar
Það verður gaman að fylgjast með Vigdísi Eddu í sumar
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Í sumar verður leikið í þremur deildum í meistaraflokki kvenna en spilað verður í Pepsi-deild, 1. deild og 2.deild í stað þess að 1.deildinni verði skipt upp í riðla og svo spiluð úrslitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár.

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Tindastóll 64 stig
8. Hamrarnir 52 stig
9. Víkingur Ólafsvík 42 stig
10. Sindri 27 stig

7. Tindastóll
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í C-riðli 1.deildar
Tindastóll vann C-riðil 1. deildar með yfirburðum síðasta sumar en tapaði samanlagt 6-2 fyrir Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Þjálfarinn: Arnar Skúli Atlason er 26 ára gamall Sauðkrækingur. Hann kom inn í þjálfarateymi meistaraflokks sumarið 2015 en tók einn við liðinu síðastliðið haust. Samhliða þjálfuninni spilar hann með Hvöt á Blönduósi en hann á 161 meistaraflokksleiki að baki, flesta með uppeldisfélagi sínu Tindastól.

Styrkleikar: Liðið hefur ekki verið að fá á sig mörg mörk og varnarleikurinn ætti að vera góður. Liðið fékk til sín öflugan markvörð í Ana Luica Nasimento dos Santos eða Dida eins og hún er kölluð en hún spilaði með liðinu þarsíðasta sumar eftir að hafa verið einn besti leikmaður BÍ/Bolungarvíkur. Þá hefur liðið einnig verið öflugt í föstum leikatriðum og það gæti reynst þeim vel í sumar. Það hefur svo aldrei vantað neitt upp á baráttugleðina hjá liðinu og hún skiptir máli í þeim harða slag sem framundan er.

Veikleikar: Leikmannahópurinn er ungur og fámennur. Það er lítil reynsla í liðinu og sóknarleikurinn gæti orðið vandamál þar sem tveir markahæstu leikmenn síðasta sumars eru horfnar á braut.

Lykilmenn: Ana Lucia Dos Santos, Eva Banton og Madison Cannon.

Gaman að fylgjast með: Þær Vigdís Edda Friðriksdóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir eru efnilegir leikmenn. Vigdís skoraði 5 mörk í 10 leikjum í deildinni í fyrra en hún er flinkur miðjumaður með markanef. Laufey er með frábæran vinstri fót og spilar yfirleitt sem bakvörður þar sem hún er öflug bæði varnar- og sóknarlega. Hún hefur spilað fimm leiki með U17 ára landsliði Íslands.

Komnar:
Ana Lucia Dos Santos frá Santos
Eva Banton frá Bandaríkjunum
Madison Cannon frá Bandaríkjunum

Farnar:
Jesse Shugg í Fylki
Kasey Marie Wyer
Friðny Fjóla Jónsdóttir í Selfoss

Fyrstu leikir Tindastóls:
12. maí ÍA - Tindastóll
19. maí Tindastóll - Keflavík
26. maí Hamrarnir - Tindastóll
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner