Í sumar verður leikið í þremur deildum í meistaraflokki kvenna en spilað verður í Pepsi-deild, 1. deild og 2.deild í stað þess að 1.deildinni verði skipt upp í riðla og svo spiluð úrslitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Víkingur Ólafsvík 42 stig
10. Sindri 27 stig
9. Víkingur Ólafsvík
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í A-riðli 1.deildar
Víkingur Ólafsvík endaði í 3.sæti A-riðils 1. deildar. Liðið mætti Grindavík í úrslitakeppninni en beið þar lægri hlut.
Þjálfarinn: Björn Sólmar Valgeirsson þjálfar liðið en hann er að fara inn í sitt fimmta tímabil með liðið. Hann spilaði með Skallagrím á leikmannaferli sínum og þjálfaði þar áður en hann tók við Víkingum þegar liðið var endurvakið fyrir sumarið 2013.
Styrkleikar: Liðið fær til sín sömu erlendu leikmenn og í fyrra en þá voru þeir í stórum hlutverkum og gerðu gæfumuninn fyrir liðið. Það er mikill karakter í ungu liðinu sem hefur vilja til að taka framförum.
Veikleikar: Leikmannahópurinn er bæði þunnur og ungur og reynsluleysi gæti háð liðinu. Til marks um það má nefna að í vetrarleikjunum hafa þónokkrir leikmenn þurft að óska sérstaklega eftir fríum frá grunnskóla. Svo ungt hefur liðið verið í vorleikjunum sem allir hafa tapast stórt. Það er því mikilvægt að erlendu leikmennirnir komi öflugir inn og nýti reynslu sína til að hjálpa ungu liðinu.
Lykilmenn: Samira Suleman, Janet Egyr og Birta Guðlaugsdóttir.
Gaman að fylgjast með: Birta Guðlaugsdóttir er einn efnilegasti markvörður landsins og mun mikið mæða á henni í sumar. Hún hefur verið í U16 og U17 landsliðunum og staðið sig vel. Annar ungur og spennandi leikmaður er Fehíma Líf Purisevic, dóttir Ejubs Purisevic þjálfara meistaraflokks karla. Fehima er klók og útsjónarsöm og skilur leikinn betur en margir þrátt fyrir ungan aldur.
Komnar:
Lísbet Stella Óskarsdóttir frá Skínanda
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir frá HK/Víking
Mary Essiful frá Ghana
Farnar:
Ásdís Lilja Pétursdóttir hætt
Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir hætt
Lovísa Margrét Kristjánsdóttir Hætt
Kristín Olsen hætt
Nagela Olivera fór til Brasilíu
Sigrún Gunndís Harðardóttir fór í Fram/Aftureldingu
Berglind Ósk Kristmundsdóttir hætt
Freydís Bjarnadóttir hætt
Hrafnhildur Fannarsdóttir fór í Gróttu
Fyrstu leikir Víkings Ó.:
13. maí Hamrarnir – Víkingur Ó.
19. maí Víkingur Ó. - Selfoss
28. maí Þróttur – Víkingur Ó.
Athugasemdir