Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 06. maí 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild kvenna: 8. sæti
Liði Hamranna er spáð 8.sæti 1. deildar
Liði Hamranna er spáð 8.sæti 1. deildar
Mynd: Hamrarnir
Karen Nóadóttir er þjálfari Hamranna
Karen Nóadóttir er þjálfari Hamranna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Helena er öflugur markvörður með fína reynslu úr efstu og næstefstu deild
Helena er öflugur markvörður með fína reynslu úr efstu og næstefstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í sumar verður leikið í þremur deildum í meistaraflokki kvenna en spilað verður í Pepsi-deild, 1. deild og 2.deild í stað þess að 1.deildinni verði skipt upp í riðla og svo spiluð úrslitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár.

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Hamrarnir 52 stig
9. Víkingur Ólafsvík 42 stig
10. Sindri 27 stig

8. Hamrarnir
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í C-riðli 1. deildar
Hamrarnir enduðu í 3.sæti C-riðils 1. deildar og fóru því í úrslitakeppni 1. deildar. Þar mætti liðið ÍR og tapaði stórt eða 14-2 samtals í báðum viðureignum.

Þjálfarinn: Karen Nóadóttir er ungur þjálfari sem er að stíga sín fyrstu skref sem meistaraflokksþjálfari. Fær það verðuga verkefni að halda Hömrunum í 1. deild. Þrátt fyrir ungan aldur býr Karen að reynslu af þjálfun yngri flokka sem og mikilli reynslu sem leikmaður og fyrirliði Þórs/KA á miklum uppgangstímum hjá því félagi. Hún er jákvæður og baráttuglaður persónuleiki sem gæti náð að skapa mikla stemmningu meðal leikmanna sinna en það er nauðsynlegt ef liðið á að halda sér á góðu róli.

Styrkleikar: Leikmannahópurinn er afar samheldinn og liðið á öflugan heimavöll. Liðsheildin er sterk og leikgleðin mikil en rekstur liðsins er í höndum leikmanna sem hafa skapað sér þennan vettvang til að spila fótbolta.

Veikleikar: Liðið er óstabílt í mannskap og miklar breytingar hafa verið gerðar á liðskipan á milli heima- og útileikja. Liðinu hefur gengið illa á útivelli en Hamrarnir sóttu aðeins 4 stig á útivöllum á síðasta tímabili.

Lykilmenn: Elva Mary Baldursdóttir, Björk Nóadóttir og Helena Jónsdóttir

Gaman að fylgjast með: Helena Jónsdóttir er feykilega öflugur markvörður. Hún spilaði fyrst í Pepsi-deildinni 15 ára gömul fyrir Þór/KA og hefur leikið fjölda leikja með liðinu. Þar á meðal meistaradeildarleiki. Hún hefur spilað með Fjölni og Völsungi í 1. deildinni undanfarin ár og á einnig U17 og U19 landsleiki á bakinu. Þetta er flottur markvörður sem gæti enn náð langt.

Komnar:
Arna Kristinsdóttir (KA)
Emilía Eir Pálsdóttir (Þór)
Helena Jónsdóttir (Völsungur)
Helena Sævarsdóttir (KR)
Karen Nóadóttir (Þór/KA)
Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA)
Magðalena Ólafsdóttir (KA)
Ragna Baldvinsdóttir (Völsungur)
Rósa Dís Stefánsdóttir (KA)
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (KA)
Þórgunnur Þorsteinsdóttir (KA)

Farnar:
Laufey Lára Höskuldsdóttir (Sindri)
Sara Mjöll Jóhannsdóttir (KA)
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir (Völsungur)

Fyrstu leikir Hamranna:
13. maí Hamrarnir – Víkingur Ó.
20. maí Sindri - Hamrarnir
26. maí Hamrarnir - Tindastóll
Athugasemdir
banner
banner
banner