Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   mán 10. júní 2024 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gagnrýna umfjöllunina eftir tapið gegn Íslandi
Icelandair
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Saka varð fyrir miklum kynþáttafordómum eftir EM 2020.
Saka varð fyrir miklum kynþáttafordómum eftir EM 2020.
Mynd: EPA
The Black Footballers Partnership, stuðningssamtök fyrir svarta fótboltamenn, hafa gagnrýnt fjölmiðlaumfjöllun í Englandi eftir tapið gegn Íslandi síðasta föstudag.

Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, prýddi margar forsíður þrátt fyrir að hafa aðeins komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum. Innkoma Saka var engan veginn ástæða þess að Englandi tapaði leiknum en samt var hann settur á forsíðurnar.

Samtökin gáfu út yfirlýsingu þar sem fjölmiðlaumfjöllunin var gagnrýnd.

„Hér erum við, sex árum eftir að Raheem Sterling gagnrýndi fjölmiðla fyrir að ýta undir kynþáttafordóma. Fjölmiðlar okkar sem eru virtir og hafa áhrif á heimsvísu virðast engan lærdóm hafa tekið af því," segir í yfirlýsingunni.

„Eftir svekkjandi tap Englands fyrir Íslandi, og áður en EM er byrjað, notuðu nokkur leiðandi bresk dagblöð eingöngu myndir af Bukayo Saka - sem spilaði aðeins 25 mínútur af leiknum - til að sýna greinar þar sem reynt var að gagnrýna allt liðið."

„Þetta er einfaldlega ekki í lagi. Fjölmiðlar ættu að vita að þeir eiga sinn þátt í að skapa andrúmsloftið fyrir hvernig stuðningsmenn sjá enska liðið."

Það var þá harðlega gagnrýnt eftir leikinn að Kobbie Mainoo, ungur leikmaður Manchester United, væri að fá meiri gagnrýni frá fjölmiðlamönnum en Declan Rice eftir leikinn gegn Íslandi.

Saka varð fyrir miklum rasisma eftir EM fyrir þremur árum þegar hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleiknum. Jadon Sancho og Marcus Rashford urðu einnig fyrir rasísku aðkasti að hálfu enskra stuðningsmanna eftir leikinn.

Það er ekki góður andi yfir enska liðinu eftir tapið gegn Íslandi en Englendingar hefja leik á EM gegn Serbíu næstkomandi sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner