Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. ágúst 2017 19:00
Valur Páll Eiríksson
Flottur eða flopp: Tíu nýliðar í ensku úrvalsdeildinni
Jairo Riedewald (Crystal Palace)
Jairo Riedewald (Crystal Palace)
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf (Manchester United)
Victor Lindelöf (Manchester United)
Mynd: Getty Images
Roque Mesa (Swansea)
Roque Mesa (Swansea)
Mynd: Swansea
Sead Kolasinac (Arsenal)
Sead Kolasinac (Arsenal)
Mynd: Heimasíða Arsenal
Benjamin Mendy (Man City)
Benjamin Mendy (Man City)
Mynd: Manchester City
Vicente Iborra (Leicester City)
Vicente Iborra (Leicester City)
Mynd: Getty Images
Davy Klaassen (Everton)
Davy Klaassen (Everton)
Mynd: Getty Images
Mathew Ryan (Brighton Hove & Albion)
Mathew Ryan (Brighton Hove & Albion)
Mynd: Getty Images
Álvaro Morata (Chelsea)
Álvaro Morata (Chelsea)
Mynd: Getty Images
Aaron Mooy (Huddersfield)
Aaron Mooy (Huddersfield)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það hefur mikið gengið á hjá liðunum í Ensku úrvalsdeildinni á leikmannamarkaðnum í sumar. Hér verður litið á tíu nýliða í deildinni sem munu líklega vera lykilmenn hjá sínum liðum í vetur.

Jairo Riedewald (Crystal Palace)
Riedewald kom til Crystal Palace fyrir tæpar átta milljónir punda í sumar og endurnýjar þar kynni sín við Frank de Boer sem þjálfaði hann hjá Ajax. Riedewald fékk sína fyrstu sénsa í aðalliðinu undir hans stjórn og varð fljótt að lykilleikmanni. Þrátt fyrir að vera einungis tvítugur á hann tæplega 100 leiki fyrir aðallið Ajax.

Hann var mikið orðaður við stórlið í Evrópu en sá áhugi kólnaði bæði vegna meiðsla auk þess sem hann var minna í náðinni hjá Peter Bosz á síðustu leiktíð þar sem Nick Viergever, Joel Veltman og Davinson Sanchez stóðu sig frábærlega í vörn liðsins sem var tveimur stigum frá Hollandstitlinum og fóru í úrslit Evrópudeildarinnar.

Það er hins vegar ljóst að um hörkuleikmann er að ræða og de Boer lagði mikla áherslu á að fá hann til liðsins. Líklegt er að hann verði einn af þremur miðvörðum í 3-4-3 kerfi sem þeir hafa spilað á undirbúningstímabilinu. Auk þess getur hann leyst stöðu vinstri bakvarðar og miðjumanns.

Victor Lindelöf (Manchester United)
Annað sumarið í röð sem að United kaupir dýrasta varnamann í sinni sögu. 30 milljóna kaupin á Eric Bailly í fyrra slógu 14 ára gamalt met Rio Ferdinand frá 2002. Lindelöf kostaði milljón betur sem gæti þó hækkað um tíu milljónir til viðbótar og endað þar með í 41 milljón punda.

Lindelöf var í sigurliði Svía á EM U21 árið 2015 og var jafnframt valinn í lið mótsins. Hann festi hins vegar ekki sæti sitt í liði Benfica fyrr en á síðari hluta 2015-16 tímabilsins og spilaði jafnframt sinn fyrsta landsleik með Svíþjóð árið 2016.

Einhverjir setja spurningamerki við kaupin þar sem hinn 23 ára Lindelöf hefur einungis spilað eitt heilt tímabil fyrir Benfica og á einungis 48 deildarleiki fyrir klúbbinn. José Mourinho hefur hins vegar trú á kauða og vonast til þess að vera kominn með miðvarðapar til næstu ára í Bailly og Lindelöf.

Roque Mesa (Swansea)
Þessi 28 ára gamli miðjumaður er gjarnan kallaður Xavi Kanaríeyja. Hann hefur spilað þar bæði með Huracan, Tenerife og nú síðast Las Palmas. Hann var hluti af Las Palmas liðinu sem fór upp í úrvalsdeild árið 2015 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan.
Mesa spilaði því ekki í deild hinna bestu á Spáni fyrr en 2015 þegar hann var 26 ára gamall. Stjarna hans hefur hins vegar risið hratt og hann verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu síðustu 18 mánuðina.

Stuðningsmenn Swansea fá eflaust ‚deja vu‘ við kaupin á enn einum Spánverjanum en hann minnir um margt á Leon Britton og Joe Allen sem stýrðu miðju Svananna þegar þeir komu fyrst í úrvalsdeildina. 170 cm að hæð, teknískur og leggur upp úr því að spila einfalt.

Þeir vona eflaust að Mesa verði í framtíðinni talinn upp í sömu andrá og Michu, Angel Rangel og Fernando Llorente fremur en Jordi Amat, José Canas og Borja Bastón.

Sead Kolasinac (Arsenal)
Kolasinac kom frítt til Arsenal í sumar frá Schalke eftir að hafa verið sterklega orðaður við Liverpool. Hann er fimmti Bosníumaðurinn til að spila í úrvalsdeildinni en tveir þeirra eru enn að; Muhamed Besic hjá Everton og Asmir Begovic hjá Bournemouth. Þessi 24 ára gamli varnarmaður á að baki rúmlega 120 leiki fyrir Schalke og eru þeir eflaust ósáttir við að missa hann frítt frá klúbbnum.

Theo Walcott segist varla hafa séð annað eins skrímsli í ræktarsalnum líkt og Kolasinac sem stimplaði sig strax inn hjá Arsenal með góðri frammistöðu og marki gegn Chelsea í Samfélagsskildinum síðustu helgi. Getur hann fylgt því eftir?

Benjamin Mendy (Man City)
Vinstri bakvörðurinn Mendy kemur úr hinni mjög svo virtu akademíu Le Havre en þaðan hafa komið leikmenn eins og Paul Pogba, Jean-Alain Boumsong, Steve Mandanda, Ibrahim Ba og fleiri. Marseille keypti hann þaðan þar sem hann spilaði í þrjú ár við góðar orðstír.

Síðasta sumar gekk Mendy svo til liðs við Monaco en hann var frábær í vinstri bakverðinum í Monaco-liði sem spilaði stórkostlegan sóknarbolta í klassískum 4-4-2. Liðið sigraði deildina og skoraði 107 mörk sem er fáheyrt í almennt taktískri franskri deild. Þar að auki komst Monaco í úrslit franska bikarsins og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Margir leikmenn Monaco voru því eftirsóttir af stærstu félögum Evrópu í sumar. Tiemoué Bakayoko fór til Chelsea og Bernardo Silva fór sömu leið og Mendy til Manchester City. Mendy er einn af þremur bakvörðum sem City fékk í sumar og er talinn hafa kostað tæpar 50 milljónir punda. Það er því mikil pressa á herðum hans og gaman verður að sjá hvernig hann stendur undir henni.

Vicente Iborra (Leicester City)
Þessi þrítugi miðjumaður var fyrirliði Sevilla á King Power-vellinum þegar Leicester sló þá út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Eitthvað hefur hann þó heillað Craig Shakespeare sem ákvað að borga 15 milljónir punda fyrir kauða í sumar.

Iborra er stór og stæðilegur djúpur miðjumaður með mikla leiðtogahæfileika og á yfir 250 deildarleiki að baki með Levante og Sevilla í La Liga á Spáni. E.t.v. er hann fenginn til að fylla skarð N‘Golo Kanté sem Wilfred Ndidi og Nampalys Mendy náðu ekki að fylla á fullnægjandi hátt á síðustu leiktíð.

Iborra hefur unnið þrjá Evrópudeildartitla með Sevilla og kemur með mikla reynslu inn í lið þeirra, góðir og reynslumiklir Spánverjar hafa hins vegar áður komið inn í Úrvalsdeildina með misjöfnum árangri. Mun hann enda eins og Javi García hjá Man City eða verður hann eins og Iván Campo var fyrir Bolton?

Davy Klaassen (Everton)
Ostastráið eða kaasstengel eins og hann er kallaður á móðurmálinu, vegna ljóss hárs síns, gekk til liðs við Everton fyrir litlar 25 milljónir punda frá Ajax í sumar. Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur miklar mætur á landa sínum og lagði mikla áherslu á að fá hann til liðsins í sumar eins og verðmiðinn ber með sér.

Þessi 24 ára gamli framliggjandi miðjumaður á að baki rúmlega 120 deildarleiki með Ajax og hefur skorað að meðaltali rúmlega tíu mörk á tímabili síðan hann festi sess sinn í liðinu. Hann er teknískur og skapandi leikmaður sem býr einnig yfir mikilli vinnslu.

Hann hefur verið í byrjunarliði Everton í Evrópuleikjum liðsins í sumar en möguleg koma Gylfa Sigurðssonar gæti lagt stöðu hans í byrjunarliðinu í hættu. Þar að auki kom til liðsins gulldrengurinn Wayne Rooney í sumar.

Everton-menn hafa almennt slæma reynslu af Hollendingum og dugar þar að nefna Andy van der Meyde, Johny Heitinga og Royston Drenthe. Nú er hins vegar hollensk goðsögn í brúnni sem mun líklega reynast Klaassen vel.

Mathew Ryan (Brighton Hove & Albion)
Ástralski markvörðurinn Ryan varð dýrasti leikmaður í sögu Brighton fyrr í sumar þegar þeir keyptu hann frá Valencia en spænska liðið fékk hann fyrir tveimur sumrum og batt miklar vonir við hann sem hann stóð ekki undir.

Ryan skapaði sér nafn í Evrópu með Club Brugge í Belgíu árin 2013-15 eftir að hafa unnið tvo meistaratitla í heimalandinu þar áður. Hann spilaði svo í marki Genk þar í landi á síðari hluta tímabilsins 2016-17 á láni frá Valencia.

Ryan verður ekki hávaxnasti markvörðurinn í úrvalsdeildinni í vetur en hann bætir upp fyrir það með því að stýra vörn sinni vel, vera sterkur milli stanganna auk þess að vera góður með boltann í löppunum. Ryan er ekki öfundsverður af því að kom nýr inn í deildina og vera í marki hjá liði sem var að koma upp. Það mun mikið á honum mæða en spurningin er þá mun hann tækla pressuna eins og Mark Bosnich eða Mark Schwarzer?

Álvaro Morata (Chelsea)
Spænski sóknarmaðurinn gekk til liðs við Chelsea í júlí nokkrum vikum eftir að fjölmiðlar gott sem staðfestu að hann væri að skrifa undir hjá Manchester United. United-menn ákváðu hins vegar að fá Romelu Lukaku, sem hefur mikla Úrvalsdeildarreynslu, upp á topp hjá sér.

Morata býr ekki yfir slíkri reynslu, en það efast hins vegar fáir um gæði hans á knattspyrnuvellinum. Auk þeirra gæða sem hann býr yfir þá hefur hann unnið tvo spænska meistaratitla, tvo ítalska og Meistaradeildina tvisvar. Hvort hann geti hins vegar stigið upp í hlutverk Diego Costa hjá Chelsea er annað mál.

Besta tímabil Morata í markaskorun var á síðustu leiktíð en heilt yfir hefur hann aldrei skorað mikið. Þar hefur e.t.v. mikið að segja að þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem Morata verður framherji númer eitt hjá sínu félagi. Hjá Real var hann varaskeifa fyrir Karim Benzema og hjá Juventus var hann í samkeppni við Carlos Tévez, Fernando Llorente og Mario Mandzukic. Gaman verður að sjá hvernig hann kemur inn í deildina.

Spænskir framherjar hafa ekki alltaf átt sjö dagana sæla í Ensku úrvalsdeildinni og dugar þar að nefna Álvaro Negredo, Roberto Soldado, Fernando Morientes og Albert Luque. Chelsea-menn vonast eflaust eftir því að Morata stígi heldur í skref Diego Costa frekar en hinna landa sinna.

Aaron Mooy (Huddersfield)
Miðjumaðurinn Mooy var á láni hjá Huddersfield frá Manchester City á síðustu leiktíð og var máttarstólpi á miðju liðsins þegar það náði umspilssæti og komst að lokum upp. Hann var valinn leikmaður ársins hjá klúbbnum og er í hávegum hafður hjá stuðningsmönnum liðsins sem kepptust við að gera lengsta "Yeah Mooy " sögunnar sem er þeirra útgáfa af internetundrinu lengsta "Yeah boy" sögunnar.

Það verður gaman að fá öflugan Ástrala inn í deildina að nýju en lítið hefur borið á þeim síðustu ár. Margir muna eftir árunum kringum og eftir aldamót þegar leikmenn eins og Harry Kewell, Mark Viduka, Brett Emerton, Lucas Neill og Tim Cahill voru fastir liðir.

Mooy býr yfir hraða, sendingagetu, vinnslu og er sterkur varnarlega. Hann er því góður á báða enda vallarins og verður Huddersfield mjög mikilvægur í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner