Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. ágúst 2017 10:23
Magnús Már Einarsson
Rose reiður: Vil ekki fá leikmenn sem þarf að Googla
Danny Rose á flugi.
Danny Rose á flugi.
Mynd: Getty Images
Danny Rose, vinstri bakvörður Tottenham, væri tilbúinn að ganga í raðir Chelsea og Manchester United í sumar ef það væri í boði. Sky segir frá þessu í dag.

Rose er í áhugaverða viðtali í enskum fjölmiðlum þar sem hann kvartar yfir því að Tottenham hafi ekkert gert á leikmannamarkaðinum í sumar.

„Ég er að ná hátindi ferilsins og ég á líklega einungis einn stóran samning eftir," sagði hinn 27 ára gamli Rose.

„Tíminn er að renna út og ég vil vinna bikara.. Ég vil ekki spila fótbolta í 15 ár og enda með engan bikar eða medalíu. Ég er ekki þannig."

„Ég er ekki að segja að ég vilji fara en ef að ég fengi spennandi tilboð þá myndi ég ekki hika við að lýsa skoðunum mínum við félagið."

„Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri nýja leikmenn. Ég vil fá heimsklassa lekmenn sem koma inn um dyrnar og láta þig berjast fyrir sætinu. Ég vil ekki fá leikmenn sem þú þarft að leita að á Google og segja 'hver er þetta?"

Athugasemdir
banner
banner
banner