Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. október 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Ein dýrasta ferð sem KSÍ hefur farið í
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er komið á HM í Rússlandi eftir sigra gegn Tyrklandi og Kosóvó í síðustu leikjum sínum.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði KSÍ á þéttsetnum blaðamannafundi eftir 2-0 sigurinn á Kosóvó í gær.

Hann var mjög ánægður með aðstæður Íslands í Tyrklandi, en liðið æfði í frábæru veðri í túristaborginni Antalya.

„Undirbúningurinn í Tyrklandi var með því betra sem þetta landslið hefur gert. Þetta er örugglega með dýrari ferðum sem KSÍ hefur farið í og ég held að það skili sér. Þetta kostaði mikið en ég held við séum að fá ansi mikið til baka.," sagði Heimir á blaðamannafundinum í gær.

Hann segir að hindranir hafi verið til staðar í ferðinni, en hópurinn hafi ekki látið þær á sig fá.

„Jafnvel þó að það hafi komið upp margar hindranir, eins og t.d. að farangurinn hafi ekki komið fyrr en daginn fyrir leik, það breytti litlu. Það hefði ekkert lið í heiminum tekið þessu eins vel og við. Starfsliðið svaf ekki og menn voru tilbúnir að leggja allt á sig."

„Það er lykillinn að þessum tveimur leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner