Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. desember 2017 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clement hefur engar áhyggjur
Mynd: Getty Images
Paul Clement, stjóri Swansea, hefur engar áhyggjur af því að hann muni missa starf sitt hjá félaginu.

Swansea hafði farið í gegnum sjö leiki án sigurs fyrir leikinn gegn West Brom í gær, sem vannst 1-0. Sóknarmaðurinn Wilfried Bony gerði sigurmark Swansea í leiknum.

Ef Swansea hefði tapað leiknum hefði liðið enn aðeins verið með níu stig, en það hefði ekki valdið Clement áhyggjum um starf sitt.

„Ég hefði haft áhyggjur ef við hefðum fengið önnur úrslit og við hefðum enn verið með níu stig. Ég hefði haft áhyggjur þá, já, af stöðu liðsins í deildinni en ég hefði ekki haft neinar áhyggjur af stöðu minni persónulega," sagði Clement eftir leikinn.

„Jason (Levien, annar eigandi Swansea) var á leiknum. Hann vildi koma og styðja liðið. Hann kom og hitti mig fyrir leikinn og nú fer ég og hitti hann. Ég ræddi líka lengi við Steve (Kaplan, hinn eiganda Swansea) fyrir nokkrum dögum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner