Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2017 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mata: Markið hans Fellaini mun auka sjálfstraustið hans
Fellaini var ánægður með markið sitt
Fellaini var ánægður með markið sitt
Mynd: Getty Images
Juan Mata leikmaður Manchester United heldur að mark Marouane Fellaini í 2-0 sigri á Hull í undanúrslitum deildarbikarsins í gær mun auka sjálfstraustið hans til muna.

Fellaini hefur verið umdeildur allt frá því að hann gekk til liðs við United árið 2013 og eftir að hann gaf frá sér vítaspyrnu gegn Everton í desember, bauluðu stuðningsmenn United á hann í næsta heimaleik.

Mourinho, þjálfari United liðsins hefur þó staðið við bakið á Belganum hávaxna og föðmuðust þeir innilega eftir mark Fellaini gegn Hull í gær.

Mata sem skoraði fyrra mark í leiknum sagði: „Kannski heldur Fellaini að þjálfarinn hafi trú á honum og því fagnaði hann svona."

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Þetta mun rífa upp sjálfstraustið hans. Allir voru ánægðir með markið hans. Þegar liðsfélagar eru í erfiðri stöðu, verðum við hinir að styðja hann."
bætti Mata við
Athugasemdir
banner
banner