Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 11. janúar 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Zaha sér ekki eftir því að hafa valið Fílabeinsströndina
Zaha valdi að spila fyrir Fílabeinsströndina.
Zaha valdi að spila fyrir Fílabeinsströndina.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, segist hafa enga eftirsjá yfir því að hafa ekki valið að spila fyrir enska landsliðið í fótbolta. Hann valdi frekar að spila fyrir Fílabeinsströndina.

Zaha valdi frekar að spila fyrir Fílabeinsströndina til þess að spila á Afríkumótinu, en lið hans stefnir á að verja titil sinn á mótinu sem byrjar næsta laugardag.

Wilfried Zaha fæddist 10. nóvember í Abidjan en hann ólst upp á Englandi og spilaði tvo vináttulandsleiki fyrir enska landsliðið.

„Undanfarin fjögur ár hef ég haft tíma til þess að skoða stöðuna og ég hef tekið tillit til þess sem hefur verið sagt við mig. Núna hef ég tekið mína ákvörðun. Núna vil ég spila fyrir Fílabeinsströndina," sagði Zaha.

„Þetta hefur gefið mér mikið, fyrst og fremst vegna þess að ég er stoltur að spila fyrir landið mitt, svo vegna þess að það eru margir gæðaleikmenn í þessu landsliðið, en það hefur alltaf verið mikið af hæfileikum hérna. Þannig að ég tók rétta ákvörðun og ég sé ekki eftir henni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner