Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. febrúar 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Hodgson boðar Cleverley á fund
EM-vonirnar lifa.
EM-vonirnar lifa.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur kallað miðjumanninn Tom Cleverley á fund þar sem hann mun fara yfir undirbúning landsliðsins fyrir EM í Frakklandi.

Þessi 26 ára leikmaður hefur verið í fínu formi með Everton að undanförnu en hann hefur ekki spilað fyrir England síðan hann lék gegn Þýskalandi í nóvember 2013.

Hodgson hefur þó mikið álit á Cleverley og sendir nú þau skilaboð að leikmaðurinn á enn möguleika á að fara með á Evrópumótið.

Fjórir aðrir leikmenn Everton voru boðaðir á fundinn; Ross Barkley, Phil Jagielka, Leighton Baines og John Stones.
Athugasemdir
banner
banner
banner