Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. mars 2018 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cech hélt hreinu og varði vítaspyrnu - „Bilaður myndlykill"
Mynd: Getty Images
Petr Cech, markvörður Arsenal, náði þeim merka áfanga í dag að verða fyrsti markvörðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að halda hreinu í 200 leikjum.

Það tók hann 431 leik að halda hreinu 200 sinnum. Hann var ekki búinn að halda hreinu í 11 leikjum í röð fyrir leikinn gegn Watford í dag, en þar tókst honum loksins að halda hreinu.

Cech var staðráðinn í halda hreinu í dag en hann varði vítaspyrnu frá Troy Deeney í stöðunni 2-0.

Var þetta fyrsta vítaspyrnan sem hann ver í ensku úrvalsdeildinni frá því í febrúar 2011 þegar hann lék með Chelsea gegn Fulham.

Virkilega góður dagur fyrir Cech en Arsenal vann leikinn 3-0.










Athugasemdir
banner