fim 11. maí 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild kvenna: 3. sæti
Keflavík er spáð 3. sæti
Keflavík er spáð 3. sæti
Mynd: Facebook
Gunnar Magnús þjálfari er eldri en tvævetur í bransanum. Hann er á sínu öðru tímabili með ungt lið Keflavíkur
Gunnar Magnús þjálfari er eldri en tvævetur í bransanum. Hann er á sínu öðru tímabili með ungt lið Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís skoraði 18 mörk í B-riðli í fyrra og vakti mikla athygli fyrir sína frammistöðu
Sveindís skoraði 18 mörk í B-riðli í fyrra og vakti mikla athygli fyrir sína frammistöðu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Margrét Ingþórsdóttir er komin aftur til Keflavíkur
Margrét Ingþórsdóttir er komin aftur til Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í sumar verður leikið í þremur deildum í meistaraflokki kvenna en spilað verður í Pepsi-deild, 1. deild og 2.deild í stað þess að 1.deildinni verði skipt upp í riðla og svo spiluð úrslitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár.

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Keflavík 135 stig
4. Selfoss 126 stig
5. ÍR 94 stig
6. Þróttur 79 stig
7. Tindastóll 64 stig
8. Hamrarnir 52 stig
9. Víkingur Ó. 42 stig
10. Sindri 27 stig

3. Keflavík
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í B-riðli 1. deildar kvenna.
Keflavík endaði í 3. sæti í B-riðli og fór því í úrslitakeppnina. Þar byrjaði liðið á að slá út Tindastól en tapaði svo með minnsta mun í einvígi gegn Haukum í undanúrslitum og missti því af úrvalsdeildarsæti.

Þjálfarinn: Gunnar Magnús Jónsson er áfram við stjórnvölinn hjá Keflavík. Gunnar er menntaður íþróttafræðingur og hefur áralanga reynslu af þjálfun. Hann er á sínu öðru tímabili með Keflavík.

Styrkleikar: Það voru þónokkur lið sem litu hýru auga til efnilegra leikmanna Keflavíkur eftir síðasta tímabil en þær ákváðu allar að halda tryggð við uppeldisfélag sitt. Það segir ýmislegt um hjartað í liðinu sem er að uppskera eftir erfiða umbreytingartíma. Ungt liðið hefur afar reynslumikinn og klókan þjálfara sem skipuleggur liðið vel varnarlega og á svo ótrúlegan markahrók í Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís sló rækilega í gegn í fyrra en þessi 16 ára stelpa hefur skorað 31 mark í 25 meistaraflokksleikjum og var markahæst í 1. deild í fyrra.

Veikleikar: Breiddin í leikmannahópi Keflavíkur er ekki mikil og liðið má ekki við neinum skakkaföllum ætli það sér að vera í toppbaráttu.

Lykilmenn: Anita Lind Daníelsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Tvíburasysturnar Íris Una og Katla María Þórðardætur eru stórskemmtilegir leikmenn að fylgjast með. Þær eru grjótharðar og kappsamar og komnar í lykilhlutverk í Keflavíkurliðinu þrátt fyrir að vera enn gjaldgengar í 3.flokk. Þær léku báðar sína fyrstu landsleiki á árinu þegar þær komu við sögu í tveimur leikjum með U17 og ætla sér langt.

Komnar:
Lauren Ann Watson frá Texas Tech háskólanum í Bandaríkjunum
Natasha Anasi frá ÍBV
Anna Rún Jóhannsdóttir (byrjuð aftur)
Margrét Ingþórsdóttir frá Þrótti R.
Jóhanna Ósk Kristinsdóttir (byrjuð aftur)
Helga Sif Árnadóttir frá Grindavík

Farnar:
Auður Erla Guðmundsdóttir til Argentínu
Sarah Magdalene Story til Bandaríkjanna

Fyrstu leikir Keflavíkur:
14. maí Keflavík - Sindri
19. maí Tindastóll – Keflavík
27. maí Keflavík – ÍR
Athugasemdir
banner
banner