Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 13. janúar 2017 10:34
Magnús Már Einarsson
Wenger kom með Trump svar
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal notaði sömu setningu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þega hann svaraði spurningu á fréttamannafundi í dag.

Á dögunum var sagt frá því að Torino hefði hafnað 56 milljóna punda tilboði frá Arsenal í framherjann Andrea Belotti.

Wenger neitaði þessu á fréttamannafundi og greip í setningu frá Trump í leiðinni.

„Þetta er það sem maður kallar í dag 'plat fréttir (e: fake news)," sagði Wenger.

Trump notaði þessa setningu í vikunni þegar fjölmiðlar greindu frá því að til væri myndband af því þegar tvær vændiskonur í Rússlandi pissuðu á hvor aðra eftir að Trump bauð þeim eina milljón dollara.
Athugasemdir
banner