Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. apríl 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Van Gaal ætlar að bíða og sjá hvað Wenger gerir í sumar
Louis van Gaal
Louis van Gaal
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, segist ætla að bíða og sjá hvað gerist í sumar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal en hann hefur verið orðaður við félagið sem og nágrannafélag þeirra, Tottenham Hotspur.

Van Gaal hefur verið orðaður við Tottenham undanfarnar vikur en talið er að Tim Sherwood, knattspyrnustjóri félagsins, verði ekki áfram eftir sumarið og að félagið ætli að leita sér að nýjum stjóra.

Hollenski þjálfarinn vill þó bíða og sjá hvað gerist í sumar en talið er að Arsene Wenger gæti yfirgefið Arsenal í sumar.

Hann ætlar því að bíða með ákvörðun sína en hann er opinn fyrir því að taka við báðum liðum. Hann ætlar að halda öllu opnu en hann hefur einnig verið orðaður við stjórastöðu Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner