Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 13. apríl 2018 21:00
Ingólfur Stefánsson
Moyes ætlar að vinna tvo leiki í viðbót
Mynd: Getty Images
David Moyes stjóri West Ham stefnir á að vinna tvo leiki í viðbót á tímabilinu til þess að tryggja sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þá vill hann að liðið tapi ekki fleiri leikjum á tímabilinu.

Liðið er í augnablikinu í 14. sæti 6 stigum frá fallsæti með 34 stig. Moyes segir að nái liðið 40 stigum ætti það að nægja til þess að forðast fall.

„Að ná 40 stigum er aðal markmið okkar í augnablikinu. Ég myndi ekki segja að það sé trygging því það hefur komið fyrir að lið falli með 40 stig en venjulega nægir það."

„Við höfum unnið 8 leiki síðan ég kom hingað og ég vonast til þess að þeir verði 10. Við ætlum að stefna á að tapa ekki fleiri leikjum. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta það."


West Ham hafa náð 4 stigum af 6 mögulegum úr síðustu tveimur leikjum sínum gegn Southampton og Chelsea. Liðið mætir Stoke um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner