Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fim 13. júní 2024 14:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Búinn að gera allt í íþróttum - „Fannst ég ekki geta sagt nei"
Er á sínu þriðja ári sem framkvæmdastjóri.
Er á sínu þriðja ári sem framkvæmdastjóri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vann fjóra titla sem leikmaður KR.
Vann fjóra titla sem leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var tilkynnt að Bjarni Guðjónsson myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri KR í lok ágústmánaðar. Hann er á þriðja ári sem framkvæmdastjóri félagsins.

Hann er að taka við starfi hjá tryggingafélaginu VÍS.

„Ég tók þessa ákvörðun fyrir mjög skömmum tíma. Ég fékk boð um annað starf sem mér fannst það spennandi að mér fannst ég ekki geta sagt nei við því," sagði Bjarni sem verður forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá VÍS.

Þó að tíma Bjarna hjá KR sé ekki lokið var hann spurður út í hvernig það hefði verið að vinna fyrir KR.

„Það hefur verið frábært að vinna í KR, það eru forréttindi að fá tækifæri til að vinna við þetta. Ég vissi það þegar ég tók við starfinu að ef ég tæki það ekki þá, þá væri ekki víst að ég fengi tækifæri á því aftur."

„Ég er ofboðslega ánægður hérna og það hafa fullt af hlutum gengið vel, aðrir hafi ekki gengið alveg nógu vel. Það eru allir að vinna í sömu átt og að reyna koma afreksflokkunum okkar fjórum (meistaraflokkar í körfubolta og fótbolta) á betri stað. Við höfum tekið stór skref á ýmsum stöðu en því miður þá fylgja ekki alltaf úrslitin strax á eftir. Við trúum því að með betri grunni þá skili það sér í framtíðinni."


Búinn að gera allt í íþróttum
Hvernig verður að yfirgefa íþróttirnar, allavega í bili?

„Það var alveg ákvörðun sem ég þurfti að taka, en ég er sáttur með ákvörðunina. Ég er búin að gera raunverulega allt í íþróttunum; er búinn vera leikmaður og gera allt sem því fylgir, var þjálfari og aðstoðarþjálfari, markmannsþjálfari og nú síðast framkvæmdastjóri. Nú er ég búinn að prófa þetta allt saman og fannst ágætis tími núna að láta staðar numið."

Endurkoma í þjálfun ekki í kortunum
Sérðu fyrir þér endurkomu í þjálfun einhvern tímann?

„Ekki eins og staðan er akkúrat núna. Ég ætla einbeita mér að nýju starfi og fara að vinna að kappi á almennum vinnumarkaði, reyna ná árangri þar."

Vonar að öll félög reyni að yngja hópana sína
Hvernig verður að fylgjast með KR núna sem stuðningsmaður?

„Það verður mjög gaman, ég sit hérna núna og er að horfa á æfingu. Það verður vafalítið mjög gaman að fylgjast með. Eitt af markmiðunum sem við settum okkur fyrir tveimur árum var að yngja liðið hjá okkur."

„Ég sá ekki betur en að við værum með þriðja yngsta liðið í deildinni í samantekt í morgun. Við settum okkur markmið þegar meðalaldurinn var tæplega 31 ár. Við stefndum að því að vera með hópinn í 24 árum eftir það tímabil, fórum í 24,4 ár og ég er ánægður með að það er að halda áfram."

„Ég vona að öll íslensk félög fari þessa leið að reyna yngja hjá sér hópana og vera með fleiri unga leikmenn sem eru að fá tækifæri,"
sagði Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner