Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. október 2014 14:32
Þórður Már Sigfússon
Materazzi hyllir Lagerback
Icelandair
Marco Materazzi í búningi Inter Milan.
Marco Materazzi í búningi Inter Milan.
Mynd: Getty Images
Marco Materazzi, fyrrum landsliðsmiðvörður Ítalíu og núverandi spilandi þjálfari hjá indverska liðinu Chennaiyin, er mjög hrifinn af íslenska landsliðinu og þeim uppgangi sem Lars Lagerback hefur átt stóran þátt í þar á bæ.

Hann segir sigur Íslands gegn Hollandi í gærkvöldi frábært afrek og að Lagerback hafi sýnt hversu góður hann sé í sínu fagi.

,,Ef maður nær níu stigum í þremur leikjum sem þjálfari Íslands, er ljóst að maður er mjög góður þjálfari,” sagði Materazzi í samtali við Expressen.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá TotalFootball, sagði við sænska fjölmiðla í gærkvöldi að Lagerback ætti að verða næsti forseti Íslands. Aðspurður tekur Materazzi í sama streng.

,,Ég veit, mér finnst það líka. Hann verðskuldar að verða forseti, þeir hafa fullt hús stiga,” sagði Materazzi og reyndi auk þess að hughreysta Hollendinga ögn lítið.

,,Ég tapaði fyrir Íslandi í fyrsta leiknum sem Marcello Lippi stýrði ítalska landsliðinu en síðan urðum við heimsmeistarar. Svona er fótboltinn.”
Athugasemdir
banner
banner