Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Warnock bitur: Skiptir öllu að Ísland komst á HM
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Cardiff þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Birmingham í Championship-deildinni í gærkvöldi.

Aron kom inn sem varamaður á 68. mínútu og kom sterkur inn en meiddist í lokin og neyddist Cardiff til að spila manni færri síðustu mínúturnar þar sem liðið hafði notað allar skiptingar sínar.

Aron meiddist á ökkla og reyndi að spila eftir aðhlynningu en gafst á endanum upp.

Aron var tæpur fyrir landsleikina gegn Tyrklandi og Kosóvó en byrjaði þá báða og hjálpaði Íslandi að tryggja sér sæti á HM. Neil Warnock, stjóri Cardiff, var mjög ósáttur við að Aron færi í verkefnið.

Warnock var bitur í viðtali eftir leikinn í gær.

„Við vitum ekki hversu alvarleg meiðslin eru, en aðalmálið er að Ísland komst á HM," sagði Warnock.

Warnock getur þó huggað sig við það að Aron verður mögulega klár í næsta leik Cardiff, gegn Middlesbrough á laugardaginn.



Athugasemdir
banner
banner