Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. febrúar 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Malcom fær leyfi til að yfirgefa Bordeaux í sumar
Við gætum fengið að sjá Malcom í enska boltanum næsta haust.
Við gætum fengið að sjá Malcom í enska boltanum næsta haust.
Mynd: Getty Images
Brasilíska ungstirnið Malcom hefur greint frá því að hann ætli að yfirgefa franska félagið Bordeaux í sumar.

Gustavo Poyet tók við félaginu í janúar með því skilyrði að framherjinn yrði ekki seldur í glugganum.

Félög á borð við Arsenal, Chelsea, Manchester United og Tottenham sýndu Malcom mikinn áhuga og vildi hann yfirgefa félagið en fékk ekki.

„Ég vildi fara í janúar en mér var sagt að ég mætti ekki fara. Ég á Bordeaux mikið að þakka en nú finnst mér vera kominn tími til að leita á önnur mið," sagði Malcom við brasilíska fjölmiðilinn UOL.

„Ég mun halda áfram að gefa mig allan fyrir Bordeaux sem er búið að lofa að leyfa mér að fara næsta sumar."

Malcom, sem er tvítugur, er búinn að skora átta mörk og leggja sex upp í deildinni á tímabilinu. Hann kom til Bordeaux fyrir tveimur árum og vill félagið fá um 50 milljónir evra fyrir framherjann.
Athugasemdir
banner
banner
banner