Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. desember 2017 16:33
Magnús Már Einarsson
Perú líklegur andstæðingur Íslands í mars
Icelandair
Perú lagði Nýja-Sjáland í umspili um sæti á HM.
Perú lagði Nýja-Sjáland í umspili um sæti á HM.
Mynd: Getty Images
Líklegt er að Ísland leiki vináttuleik við Perú í Bandaríkjunum í mars. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í Perú í dag.

Juan Carlos Oblitas, hjá knattspyrnusambandi Perú, segir að saminngaviðræður séu 95% í höfn.

Landsleikjahlé er frá 19-27. mars en líklegt er að leikurinn fari fram í Bandaríkjunum. Flestir leikmenn Perú spila í Suður-Ameríku en liðið er í 11. sæti á heimslista FIFA.

Perú er í riðli með Frakklandi, Danmörku og Ástralíu á HM næsta sumar. Liðið mætir Danmörku í fyrsta leik þann 16. júní eða sama dag og Ísland mætir Argentínu.

Heimir Hallgrímson, landsliðsþjálfari vill mæta þjóðum frá Suður-Ameríku og Afríku í undirbúningi fyrir HM til að undirbúa leikina gegn Argentínu og Nígeríu.

Ísland leikur tvo vináttuleiki á Laugardalsvelli í maí og júní en annar þeirra verður gegn þjóð frá Afríku. Einnig má búast við að Ísland spili annan vináttuleik í mars.
Athugasemdir
banner