Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. nóvember 2017 07:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Clint Dempsey valinn endurkomuleikmaður ársins í Bandaríkjunum
Dempsey í leik með Seattle Sounders
Dempsey í leik með Seattle Sounders
Mynd: Getty Images
Clint Dempsey, leikmaður Seattle Sounders hefur verið valinn endurkomuleikmaður ársins í bandarísku atvinnumannadeildinni en það var tilkynnt í gær.

Þessi 34 ára leikmaður skoraði 12 mörk og gaf fimm stoðsendingar í 29 leikjum á þessu tímabili.

Tölfræðin er sérstaklega áhugaverð þar sem Dempsey sat á hliðarlínunni í sex mánuði vegna hjartagalla sem ógnaði ferli hans.

Demspey gerði garðinn frægan hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2007 til 2012 en hann er markahæsti leikmaður í sögu Fulham í úrvalsdeildinni.

Þá var hann keyptur til Tottenham þar sem hann eyddi einu tímabili áður en hann snéri aftur heim til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner