Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Prinsinn kveður Las Palmas - Saknar fjölskyldunnar
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng hefur yfirgefið herbúðir Las Palmas. Hann komst að sameiginlegri ákvörðun með félaginu um að rifta samningi sínum. Boateng var með saming til 2020, en eftir að hafa rætt við félagið var þetta besta niðurstaðan fyrir hann.

Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldumál. Boateng hefur verið án fjölskyldu sinnar á meðan hann hefur verið hjá Las Palmas.

Hann saknar fjölskyldu sinnar.

„Þetta er ákvörðun sem ég tek sem faðir, sem eiginmaður, ekki sem fótboltamaður," sagði hann á blaðamannafundi í gær.

„Ég mér hefur ekki liðið vel á meðan ég hef verið í burtu frá fjölskyldu minni. Ég sagði þetta við forsetann og hann skildi það."

Boateng skoraði 10 mörk í 28 leikjum fyrir Las Palmas á síðustu leiktíð, þar á meðal eitt í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner