Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 17. nóvember 2015 22:35
Magnús Már Einarsson
Zilina
Sverrir: Hann sparkar í hendurnar á Ömma
LG
Borgun
Sverrir Ingi í leik með U21 árs landsliðinu.
Sverrir Ingi í leik með U21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn gríðarlega vel og hafa öll tökin í upphafi seinni hálfleiks. Erum að skapa færi og svo er dæmt rangstöðumark af okkur sem var svekkjandi, við verðum að sjá hvort það hafi verið rétt," sagði Sverrir Ingi Ingason miðvörður Íslands eftir 3-1 tap í Slóvakíu í kvöld.

Lestu um leikinn: Slóvakía U21 3 -  1 Ísland

„Svo kemur ein stungusending innfyrir og Ömmi er kominn með boltann í hendurnar þegar hann sparkar boltanum úr höndunum á honum og þeir jafna leikinn. Eftir það missum við aðeins dampinn og það slitnar á milli lína hjá okkur sem var búin að vera sterk í fyrri hálfleik. Þeir voru ekki að ná að skapa sér neitt og hann fær skotfæri og klínir honum inn í vinkilinn."

„Eftir það fannst mér við vinna okkur vel inn í leikinn og hefðum getað jafnað, en svo þegar við fórum að setja auka pressu á að jafna leikinn ná þeir þriðja markinu sem mér fannst svekkjandi því mér fannst við spila nokkuð vel og hefðum við nýtt færin okkar í dag áður en þeir jafna held ég að við hefðum getað gert út um leikinn."


Sverrir vill meina að brotið hafi verið á Ögmundi þegar Slóvakar jöfnuðu metin en hann var við það að handsama boltann.

„Ömmi er kominn með boltann í hendurnar þegar hann sparkar í hendurnar á honum og hann missir boltann. Hann þarf að fara í gegnum mig og teyja sig í boltann, þetta var pjúra aukaspyrna en við fengum það ekki með okkur í dag og það var svekkjandi."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner