Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. apríl 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 6. sæti
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 27. apríl næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. KR
7. Grindavík
8. FH
9. Fylkir
10. Haukar

7. KR
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í Pepsi-deild
KR bjargaði sér frá falli úr Pepsi-deild kvenna á ævintýralegan hátt á síðasta tímabili. KR þurfti sigur gegn ÍA í lokaumferðinni en útlitið var ekki bjart þegar Skagastúlkur komust í 2-0. KR sneri hins vegar taflinu við og bjargaði sætinu með 3-2 sigri.

Þjálfarinn: Fyrrum landsliðskonan Edda Garðarsdóttir þjálfar KR. Edda var aðstoðarþjálfari á þarsíðasta tímabili þegar Björgvin Karl Gunnarsson stýrði liðinu. Hún tók síðan við liðinu fyrir síðasta tímabil. Edda varð sex sinnum Íslandsmeistari með kvennaliði KR og fjórum sinnum bikarmeistari, auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik árið 2005. Þá lék hún einnig erlendis með Örebro í Svíþjóð og Chelsea á Englandi.

Styrkleikar: Blásið var í herlúðra í Vesturbæ í vetur og fjórar núverandi og fyrrverandi landsliðskonur gengu til liðs við KR. Þær koma bæði með gæði og gífurlega mikla reynslu inn í lið KR auk þess sem þær þekkja vel til í Vesturbænum eftir að hafa leikið áður með liðinu. Leikmannahópurinn er það öflugur að KR ætti að kveðja fallbaráttuna en spurning er hvort að liðið sé nógu öflugt til að geta barist við toppliðin í sumar.

Veikleikar: Sóknarleikurinn var oft stirður hjá KR í fyrra og nýju leikmennirnir sem komu í vetur þurfa að stíga upp í markaskorun. Sóknarleikurinn hefur áfram verið vandamál á undirbúningstímabilinu en Hólmfríður Magnúsdóttir hefur verið meidd auk þess sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir er í skóla erlendis. Gengi KR á heimavelli var dapurt í fyrra og Frostaskjól þarf að vera sterkara vígi í sumar.

Lykilmenn: Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom til KR frá Stjörnunni í vetur. Guðrún Karítas raðaði inn mörkum með ÍA áður en hún fór í Stjörnuna fyrir tveimur árum. Þar átti Guðrún ekki fast sæti í liðinu en hún fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína með KR.

Komnar:
Gréta Stefánsdóttir frá ÍA
Guðrún Karítas Sigurðardóttir frá Stjörnunni
Harpa Karen Antonsdóttir KH
Hólmfríður Magnúsdóttir frá Avaldsnes
Ingunn Haraldsdóttir frá HK/Víkingi
Katrín Ómarsdóttir frá Doncaster
Ólína Guðbörg Viðarsdóttir tekur skóna af hillunni
Þórunn Helga Jónsdóttir frá Avaldsnes

Farnar:
Bjargey Sigurborg Ólafsson í Gróttu
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
Eydís Lilja Eysteinsdóttir í Gróttu
Fernanda Vieira Baptista til Brasilíu
Gabrielle Stephanie Lira til Brasilíu
Íris Ósk Valmundsdóttir í Fjölni
Lára Rut Sigurðardóttir hætt
Oktavía Jóhannsdóttir hætt
Stefanía Pálsdóttir hætt

Fyrstu leikir Grindavíkur
28. apríl ÍBV - KR
3. maí Stjarnan - KR
10. maí KR - Grindavík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner