Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 14. apríl 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 8. sæti
Fótbolti.net spáir því að FH endi í 8. sæti í suma og verði því áfram í deild þeirra bestu að ári liðnu.
Fótbolti.net spáir því að FH endi í 8. sæti í suma og verði því áfram í deild þeirra bestu að ári liðnu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Megan Dunnigan var best hjá ÍA í fyrrasumar og gekk svo til liðs við FH í vetur.
Megan Dunnigan var best hjá ÍA í fyrrasumar og gekk svo til liðs við FH í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þrátt fyrir ungan aldur er Guðný Árnadóttir lykilmaður í liði FH.
Þrátt fyrir ungan aldur er Guðný Árnadóttir lykilmaður í liði FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 27. apríl næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. FH
9. Fylkir
10. Haukar

8. FH
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í Pepsi-deild
FH kom með krafti inn í Pepsi-deildina í fyrra eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni. Fimleikafélagið endaði í 6. sæti með 17 stig en sjö stig í fyrstu þremur leikjunum gaf liðinu fljúgandi byrjun.

Þjálfarinn: Orri Þórðarson stýrir FH þriðja tímabilið í röð. Orri kom FH upp sumarið 2015 og náði flottum árangri með liðið í Pepsi-deildinni í fyrra. Hákon Atli Hallfreðsson, fyrrum leikmaður FH, er kominn inn sem aðstoðarþjálfari með Orra.

Styrkleikar: FH fór langt á öflugum varnarleik í fyrra en liðið hélt til að mynda hreinu í fyrstu þremur leikjunum í Pepsi-deildinni. Margir ungir og efnilegir leikmenn eru í hópnum og þær eiga framtíðina fyrir sér.

Þrír erlendir leikmenn hafa bæst í hópinn í vetur en þar á meðal er Megan Dunnigan sem var best hjá ÍA á síðasta tímabili.

Veikleikar: Sóknarleikurinn var hausverkur hjá FH í fyrra en liðið skoraði einungis 12 mörk í 18 leikjum. Jeanette Williams var frábær í markinu í fyrra og hún er horfin á braut. Lindsey Harris fær stórt hlutverk að fylla skarð hennar.

Fleiri fastamenn frá því í fyrra hafa dottið út en Aldís Kara Lúðvíksdóttir er hætt og þær Nótt Jónsdóttir og Viktoría Valdís Guðrúnardóttir fóru báðar yfir í Stjörnuna.

Lykilmenn: Guðný Árnadóttir, Lindsey Harris og Megan Dunnigan.

Gaman að fylgjast með: Karolína Lea Vilhjálmsdóttir var einungis fjórtán ára þegar hún skoraði gegn ÍA í fyrstu umferðinni í fyrra. Karolína spilaði 14 leiki í fyrra og þessi efnilegi kantmaður verður í ennþá stærra hlutverki í ár.

Komnar:
Alda Ólafsdóttir frá ÍR (Var á láni)
Caroline Murray frá Sudet Finnlandi
Hafdís Erla Gunnarsdóttir frá Aftureldingu.
Halla Marinósdóttir frá ÍR (Var á láni)
Lilja Gunnarsdóttir frá ÍR (Var á láni)
Lindsey Harris frá Bandaríkjunum
Megan Dunnigan frá ÍA

Farnar:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir - hætt
Alex Alugas til Noregs
Maggý Lárentsínusdóttir - HK/Víkingur
Margrét Sif Magnúsdóttir - HK/Víkingur
Guðrún Björg Eggertsdóttir - Danmörk
Guðrún Höskuldsdóttir
Jeannette J. Williams
Nótt Jónsdóttir - Stjarnan
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir - Ólétt
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir - Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner