Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 27. apríl næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.
Spáin:
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Fylkir
10. Haukar
9. Fylkir
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 1. deild
Fylkir bjargaði sér frá falli eftir ævintýralegt jafntefli gegn Selfossi í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í fyrra. Gífurlega miklar breytingar hafa orðið í Árbænum í vetur. Nýr þjálfari er mættur á svæðið og breytingarnar á leikmannahópnum eru miklar.
Þjálfarinn: Jón Aðalsteinn Kristjánsson tók við Fylki síðastliðið haust. Jón var á síðasta ári í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá Val auk þess að þjálfa 2. flokk kvenna og KH. Jón hefur meðal annars áður þjálfað KF og Hamar í 2. deild karla.
Styrkleikar: Gengi Fylkis hefur verið með ágætum í vetur og sjálfstraustið ætti að vera í fínu lagi fyrir mót. Liðið er vel skipulagt og með duglega leikmenn sem vilja sanna sig. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir og Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir í hjarta varnarinnar hafa mikla reynslu og mikið mun mæða á þeim í sumar.
Veikleikar: Gífurlegar breytingar eru á leikmannahópnum en meira en helmingurinn af hópnum í fyrra er ekki lengur til staðar. Inn hafa komið margir ungir leikmenn úr öðrum félögum en reynslan úr Pepsi-deildinni er lítil og það gæti háð liðinu í sumar. Spurning er hvernig leikmenn bregðast við ef það byrjar að blása á móti.
Lykilmenn: Jasmín Erla Ingadóttir, Lovísa Sólveig Erlingsdóttir og Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Gaman að fylgjast með: Jesse Shugg skoraði ellefu mörk í sjö leikjum með Tindastóli í 1. deild kvenna í fyrra. Jesse er 24 ára en hún á landsleiki að baki með Filippseyjum. Öflugur framherji sem gæti skorað mikið í Árbænum í sumar.
Komnar:
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir frá Breiðabliki (Á láni)
Berglind Rós Ágústsdóttir frá Val
Ísold Kristín Rúnarsdóttir frá Val
Jesse Shugg frá Tindastóli
Kristín Þóra Birgisdóttir frá Aftureldingu
Lilja Vigdís Davíðsdóttir frá Haukum (Var á láni)
Ragnheiður Erla Garðarsdóttir frá Augnabliki
Rakel Leósdóttir frá Val
Sigrún Salka Hermannsdóttir frá Sindra (Var á láni)
Stella Þóra Jóhannesdóttir frá Fjölni
Sunna Baldvinsdóttir frá Breiðabliki
Tinna Björk Birgisdóttir frá Aftureldingu
Farnar:
Audrey Rose Baldwin til Frakklands
Eva Núra Abrahamsdóttir
Freyja Viðarsdóttir
Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir hætt
Kristín Dís Árnadóttir í Breiðablik (Var á láni)
Kristín Erna Sigurlásdóttir í ÍBV
Man Ting Lin
María Rós Arngrímsdóttir
Rut Kristjándóttir í ÍBV
Ruth Þórðar
Sandra Sif Magnúsdóttir í Breiðablik
Selja Ósk Snorradóttir
Shu-o Tseng til Serbíu
Fyrstu leikir Fylkis
27. apríl Fylkir – Grindavík
2. maí FH – Fylkir
7. maí Fylkir – Þór/KA
Athugasemdir