Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. apríl 2018 20:30
Ingólfur Stefánsson
Dyche: Ekki hægt að afskrifa Chelsea
Mynd: Getty Images
Sean Dyche stjóri Burnley býst við erfiðum leik þegar lið hans fær Chelsea í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Burnley unnu Chelsea 3-2 í fyrsta leik tímabilsins síðasta haust. Það var byrjunin á frábæru tímabili hjá liðinu sem situr nú í 7. sæti, tveimur stigum frá Arsenal í Evrópusæti.

Chelsea unnu Southampton á sunnudaginn eftir að hafa lent 2-0 undir og Dyche gerir sér grein fyrir því að það sé aldrei hægt að afskrifa liðið.

„Þeir hafa þurft að ganga í gegnum ýmsar áskoranir á tímabilinu en það má aldrei afskrifa þá. Það er fyndið hvernig leikir geta spilast í ensku úrvalsdeildinni, sérstaklega gegn toppliðunum."

„Þeir geta breytt leik sínum á nokkrum mínútum. Það er einkenni alvöru toppliðs. Við höfum náð miklum framförum á tímabilinu en við erum ekki komnir á þennan stað."

Athugasemdir
banner
banner
banner