Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. október 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marcelo sakaður um skattsvik
Mynd: Getty Images
Saksóknarar á Spáni hafa sakað brasilíska bakvörðinn Marcelo, sem leikur með Real Madrid, um skattsvik.

Sagt er að Marcelo hafi svikið í kringum hálfri milljón evra, um 62 milljónum íslenska króna, undan skatti.

Marcelo er ekki eini leikmaðurinn á Spáni sem hefur verið sakaður um skattsvik að undanförnu.

Á síðasta ári voru Lionel Messi og faðir hans dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, en þeir voru sakaðir um að hafa svikið 4,1 milljón evra undan skatti. Feðgarnir földu peninga sem Messi hafði fengið í auglýsingatekjur í skattaskjólum í Belís og Úrúgvæ.

Cristiano Ronaldo, Ricardo Carvalho, Angel Di Maria, Javier Mascherano, Falcao og Fabio Coentrao hafa einnig verið rannsakaðir af spænskum yfirvöldum að undanförnu.
Athugasemdir
banner