Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. nóvember 2014 22:30
Magnús Már Einarsson
Varaformaður ÍBV: Skrýtið ef fótboltinn snýst um peninga
Arnór Eyvar gekk í raðir Fjölnis í kvöld.
Arnór Eyvar gekk í raðir Fjölnis í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Gústafsson, varaformaður knattspyrnudeildar ÍBV, segist vera svekktur með að hafa misst bakvörðinn Arnór Eyvar Ólafsson í Fjölni.

,,Ég var að frétta að hann væri kominn í Fjölni," sagði Hannes við Fótbolta.net í kvöld.

,,Það er skrýtið ef þessi íþrótt er einungis farin að snúast um peninga. Að leikmenn hugsi frekar um það en að spila fyrir sitt heimalið og heimafólk."

,,Það er sorglegt að fótboltinn snúist meira um pening en heiðurinn,“
sagði Hannes einnig.

Eyjamenn eru í leit að liðsstyrk þessa dagana en Brynjar Gauti Guðjónsson er horfinn á braut og óvíst er með Þórarinn Inga Valdimarsson sem gæti verið á leið í annað félag í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner