Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 19. apríl 2016 10:15
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: ÍBV
Hafsteinn Briem í baráttunni.
Hafsteinn Briem í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uxinn Elvar Ingi Vignisson.
Uxinn Elvar Ingi Vignisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mees Siers.
Mees Siers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn magnaði Hásteinsvöllur.
Hinn magnaði Hásteinsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Eyjamenn hafni í áttunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍBV endar í 8. sæti.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ÍBV 42 stig
9. Fjölnir 27 stig
10.ÍA 26 stig
11 Víkingur Ólafsvík 24 stig
12. Þróttur 14 stig

Um liðið: Síðasta tímabil hjá ÍBV var ekki spennandi. Liðinu gekk illa að safna stigum og í raun hélt liðið sér uppi á því að tvö lið voru slakari. Liðið fór í gegnum þjálfaraskipti á miðju tímabili og ákveðin deyfð var yfir liðinu. Eyjamönnum dreymir um að liðið nái að verða stórt afl í íslenskum fótbolta á nýjan leik.

Þjálfari - Bjarni Jóhannsson: Það hafa verið tíð þjálfaraskipti hjá ÍBV undanfarin ár. Bjarni býr yfir mikilli reynslu en náði ekki sínum markmiðum hjá KA og hefur ýmislegt að sanna hjá ÍBV. Bjarni er í miklum metum í Vestmannaeyjum enda gerði hann liðið að Íslandsmeistara tvö ár í röð 1997 og 1998. Leikstíll Bjarna býður upp á mjög skemmtilega leiki og lið hans skora venjulega nóg af mörkum, oft á kostnað varnarleiksins.

Styrkleikar: ÍBV hefur öflugt byrjunarlið og er með sömu varnarlínu og í fyrra. Bjarni er gríðarlega góður í að mynda stemningu kringum sín lið og fá fólk með sér. Liðið vann Fótbolta.net mótið í vetur þar sem erlendir leikmenn vöktu mikla athygli. Eyjamenn vilja rífa sig upp úr fallbaráttunni sem þeir hafa verið í og virðast allir í kringum liðið vera að róa í sömu átt hvað það varðar.

Veikleikar: Mega alls ekki við því að missa lykilmenn í meiðsli. Útlendingarnir eru margir og það þarf að ná að stilla saman strengi. Liðið fékk á sig sjö mörk samtals í tveimur síðustu Lengjubikarleikjum sínum, þar af fimm gegn 1. deildarliði Fram í 5-5 jafntefli.

Lykilmenn: Pablo Punyed og Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mikill fengur fyrir Eyjamenn í vetur þegar þeir tryggðu sér Punyed sem hefur sannað sig sem öflugur miðjumaður í Pepsi-deildinni. Gunnar Heiðar er reynslumikill sóknarmaður með Eyjahjarta sem sættir sig ekki við neitt hálfkák og vill hjálpa ÍBV að komast ofar á töfluna.

Gaman að fylgjast með: Uxinn úr Mosfellsbænum Elvar Ingi Vignisson sem kom frá Fjarðabyggð í vetur. Áhugaverður sóknarleikmaður sem býr yfir gríðarlegum líkamsstyrk og skoraði fjögur mörk í leiknum gegn Fram. Erfiður viðureignar fyrir varnarmenn.

Spurningamerkið: Eyjamenn fengu á sig 37 mörk í Pepsi-deildinni í fyrra og ljóst að markvarslan verður að vera í lagi ef liðið á að komast hærra. Landsliðsmarkvörður El Salvador, Derby Carillo, er kominn í Heimaey og spennandi verður að sjá hvernig hann finnur sig í íslenska boltanum. Hann spilaði ekkert með liðinu í Lengjubikarnum þar sem hann var ekki kominn með leikheimild.

Völlurinn: Hásteinsvöll má oft finna á listum yfir mögnuðustu fótboltavelli heims. Einstakt umhverfi og náttúrufegurðin gerir það að verkum að upplifun hjá vallargestum magnast upp. Það er alltaf gaman að skella sér á völlinn og nýta daginn í Eyjum.



Stuðningsmaðurinn segir - Gunnar Karl Haraldsson
„Ég held að ÍBV liðið geti gert fína hluti í sumar. Fyrst og fremst er að losna úr þessari botnbaráttu sem liðið hefur verið í. Eins og undanfarin ár eru miklar breytingar á liðinu en ég held að liðið sé betra heldur en í fyrra. Ef ég myndi líta raunhæft á þetta yrði ég sáttur með að lenda um miðja deild. Ég tel mikinn kost að halda sömu varnarlínu og liðið var með í fyrra. ÍBV missti samt mann eins og Sito sem var frábær þegar hann kom síðasta sumar en Pablo kemur inn og held ég að það henti Gunnari Heiðari mjög vel að hafa Pablo fyrir aftan sig."

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið ÍBV
Pablo Punyed: Trúum að við getum endað í Evrópusæti
Bjarni Jó: Oft kærusturnar sem stoppa þetta

Komnir:
Derby Carillo frá Bandaríkjunum
Elvar Ingi Vignisson frá Fjarðabyggð
Mikkel Majgaard Jakobsen frá Danmörku
Pablo Punyed frá Stjörnunni
Simon Smidt frá Danmörku
Sindri Snær Magnússon frá Keflavík

Farnir:
Dominic Adams
Guðjón Orri Sigurjónsson í Stjörnuna
Gunnar Þorsteinsson í Grindavík
Jose Enrique „Sito” í Fylki
Mario Brlecic
Stefán Ragnar Guðlaugsson í Selfoss (Var á láni)
Tom Even Skogsrud til Moss í Noregi
Víðir Þorvarðarson í Fylki
Yngvi Borgþórsson í Einherja

Leikmenn ÍBV sumarið 2016:
Matt Garner - 3
Hafsteinn Briem - 4
Avni Pepa - 5
Pablo Punyed - 6
Aron Bjarnason - 7
Jón Ingason - 8
Mikkel M. Jakobsen - 9
Bjarni Gunnarsson - 10
Sindri Snær Magnússon - 11
Ásgeir Elíasson - 13
Jonathan Barden - 14
Devon Már Griffin - 15
Hafsteinn Gísli Valdimarsson - 16
Sigurður Grétar Benónýsson - 17
Simon Smidt - 19
Mees Siers - 20
Halldór Páll Geirsson - 21
Derby Carillo - 22
Benedikt Októ Bjarnason - 23
Óskar Zoega Óskarsson - 24
Felix Örn Friðriksson - 26
Elvar Ingi Vignisson - 27
Ian Jeffs - 30
Andri Ólafsson - 32
Gunnar Heiðar Þorvaldsson - 34

Leikir ÍBV 2016:
1. maí ÍBV - ÍA
7, maí Fjölnir - ÍBV
12. maí ÍBV - Víkingur Ó.
16. maí Fylkir - ÍBV
22. maí ÍBV - Víkingur R.
29. maí Þróttur - ÍBV
4. júní ÍBV - KR
15. júní IBV - Breiðablik
23. júní Stjarnan - ÍBV
10. júlí Valur - ÍBV
16. júlí ÍBV - FH
24. júlí ÍA - ÍBV
3. ágúst ÍBV - Fjölnir
7. ágúst Víkingur Ó. - ÍBV
14. ágúst ÍBV - Fylkir
21. ágúst Víkingur R. - ÍBV
28. ágúst ÍBV - Þróttur
10. sept KR - ÍBV
15. sept ÍBV - Stjarnan
18. sept Breiðablik - ÍBV
25. sept ÍBV - Valur
1. okt FH - ÍBV

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Magnús Már Einarsson og Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner