Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 19. apríl 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Lykilmaðurinn: Teljum að við getum endað í Evrópusæti
Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV og Pablo Punyed.
Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV og Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Spár rætast sjaldan. Það er gott að okkur er spáð neðarlega þannig að við getum komið skemmtilega á óvart í sumar. Deildin verður mjög góð og ég hlakka til að spila í henni," sagði Pablo Punyed leikmaður ÍBV við Fótbolta.net en liðinu er spáð 8. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Markmiðið á tímabilinu er að takast á við hvern leik sem nýja áskorun og berjast fyrir þremur stigum í hverri viku. Auðvitað teljum við að við getum endað í Evrópusæti og ég mun gera mitt besta til að hjálpa ÍBV að komast þangað."

Pablo kom til ÍBV frá Stjörnunni eftir síðasta tímabil en hann kann vel við sig í Eyjum.

„ÍBV er með mjög þéttan hóp af leikmönnum og stuðningsmönnum. Ég kann mjög vel við fjölskyldu andrúmsloftið hjá félaginu og í Eyjum. Þetta er aðeins rólegra en ég er vanur en það gefur mér persónulega tækifæri til að vinna betur í fótboltanum hjá mér."

Abel Dhaira, markvörður ÍBV, lést á dögunum eftir baráttu við krabbamein.

„Ég held að flestir leikmenn í deildinni muni spila í minningu hans í sumar. Hann var stór hluti af ÍBV og íslensku deildinni, svo ég minnist nú ekki á Úganda."

„Þetta var mjög sorglegt og þó að ég hafi einungis þekkt hann í stuttan tíma þá skynja hversu stór karakter hann var hjá félaginu. Hvíldu í friði Abel."


Derby Carillo, liðsfélagi Pablo í landsliði El Salvador, samdi við ÍBV í vetur og hann mun verja mark liðsins.

„Derby er mjög góður markvörður en ég hugsa að hann vilji að ég segi að hann muni láta verkin tala. Þið þurfið að bíða þar til deildin byrjar til að sjá hversu góður hann er," sagði Pablo sem er góður vinur Derby.

„Hann hjálpar liðinu mikið, hann er góður liðsfélagi og karakter í búningsklefanum og það sem er mikilvægast er að hann er einn af mínum bestu vinum," sagði Pablo.
Athugasemdir
banner
banner
banner