Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   þri 19. apríl 2016 10:45
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið ÍBV - Erlent yfirbragð
Simon Smidt.
Simon Smidt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ingason.
Jón Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. ÍBV er spáð áttunda sætinu í sumar en hér má sjá líklegt byrjunarlið í Eyjum.



Hinn ungi Halldór Páll Geirsson hefur varið mark ÍBV í vetur en hann stóð á milli stanganna hjá KFS í fyrra. Derby Carrillo, landsliðsmarkvörður El Salvador, samdi við ÍBV í febrúar en hann hefur ekkert spilað í Lengjubikarnum þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi. Það ætti þó að koma í hús fyrir fyrsta leik.

Vörnin hjá ÍBV er lítið breytt á milli ára. Jonathan Barden festi sig í sessi í hægri bakverðinum og þeir Avni Pepa og Hafsteinn Briem mynduðu miðvaraparið. Jón Ingason spilaði talsvert í vinstri bakverðinum í fyrra og hann er einn um stöðuna núna eftir að Tom Even Skogsrud fór frá ÍBV. Matt Garner er byrjaður að æfa eftir eins og hálfs árs fjarveru og hann gæti komið inn í vinstri bakvörðinn þegar líða tekur á mótið. Andri Ólafsson gæti líka komið inn í vörnina á einhverjum tímapunkti en hann hefur verið meiddur í allan vetur.

Eyjamenn verða líklega með tveggja manna miðju og þar er hörð barátta um sætin. Pablo Punyed verður í lykilhlutverki eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Mees Siers, Sindri Snær Magnússon og Ian Jeffs berjast um stöðu við hliðina á honum. Sindri bankar fast á dyrnar og gæti vel byrjað fyrsta leik. Simon Smidt og Aron Bjarnson byrja líklega á köntunum en Benedikt Októ Bjarnason, Bjarni Gunnarsson og Sigurður Grétar Benónýsson koma einnig til greina á köntunum. Elvar Ingi Vignisson hefur líka spilað á kantinum.

Mikkel Maigaard Jakobsen sló í gegn í fremstu víglínu og hann byrjar líklega frammi ásamt uxanum Elvari Inga. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kemur inn í liðið í lok maí eða byrjun júní en hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann fór í á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner