Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mið 13. apríl 2016 15:15
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: Þróttur
Gregg Ryder fær flugferð eftir að Pepsi-sætið var í höfn.
Gregg Ryder fær flugferð eftir að Pepsi-sætið var í höfn.
Mynd: Fótbolti.net
Varnarmaðurinn Karl Brynjar í hörkunni.
Varnarmaðurinn Karl Brynjar í hörkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáð er erfiðu sumri í Laugardalnum.
Spáð er erfiðu sumri í Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net
Sóknarmaðurinn Emil Atlason.
Sóknarmaðurinn Emil Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíumaðurinn Thiago Pinto Borges.
Brasilíumaðurinn Thiago Pinto Borges.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar.
Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Þróttar endi í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. Þróttur 14 stig

Um liðið: Þróttarar eru aftur komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir voru á eldi fyrri hluta 1. deildarinnar í fyrra og þrátt fyrir að gefa eftir seinni hlutann tókst þeim að komast upp með því að hafna í öðru sæti. Undirbúningsmótið hefur verið stormasamt hjá Þrótturum og þeir náðu hvorki að vinna leik í Reykjavíkurmótinu né í Lengjubikarnum. Möguleikar liðsins liggja í því að vinna liðin sem verða með þeim í fallpakkanum.

Þjálfari - Gregg Ryder: Englendingurinn ungi er klárlega einn áhugaverðasti þjálfari landsins. Gríðarlega metnaðarfullur og hefur tröllatrú á því sem hann og félagið eru að vinna að. Er í sterkum tengslum við stuðningsmannahóp Þróttar þar sem hann er í miklum metum.

Styrkleikar: Þróttarar kunna vel við sig á gervigrasi og vonast til þess að sú staðreynd að meirihluti leikja þeirra í sumar verða á gervigrasi muni skila stigum í hús. Það ríkir alltaf góður andi hjá Þrótturum og stemningin sem fylgir því að komast aftur í deild þeirra bestu gæti gert eitthvað fyrir þá.

Veikleikar: Hætta er á að Þróttarar rekist á stóran vegg með endurkomu sinni í Pepsi-deildina, sérstaklega í ljósi ótrúlega erfiðrar dagskrár í upphafi tímabils þar sem liðið mætir efstu fimm liðum deildarinnar í fyrstu umferðunum. Miðað við frammistöðu undirbúningstímabilsins er liðið engan veginn með nægilega mikil gæði til að takast á við þessa deild.

Lykilmenn: Sebastian Svard og Dion Acoff. Svard er reyndur danskur miðvörður sem var á sínum tíma í herbúðum Arsenal. Gríðarlega mikilvægt fyrir Þrótt að hann verði öflugur í vörninni. Dion gat gert magnaða hluti upp á eigin spýtur í 1. deildinni og fróðlegt að sjá hvort hann geti gert slíkt hið sama í Pepsi.

Gaman að fylgjast með: Sóknarmiðjumaðurinn Ragnar Pétursson sleit krossband snemma síðasta sumar en hann er að komast á ról á ný. Býr yfir miklum hæfileikum og gæti slegið í gegn í Pepsi ef hann kemur öflugur til baka.

Spurningamerkið: Viktor Jónsson var helsti markaskorari liðsins í fyrra en hann er nú horfinn á braut aftur til Víkings. Emil Atlason er mættur og þarf að skora eins grimmt fyrir Þrótt og hann gerði fyrir U21-landsliðið.

Völlurinn: Gervigrasvöllurinn í Laugardal er heimavöllur Þróttara þar sem þeir hafa unnið að því að búa til betri gryfju fyrir stuðningsmenn en Valbjarnarvöllurinn hefur reynst.



Stuðningsmaðurinn segir - Ásgeir Halldórsson
„Það munu allir spá okkur falli en ég held að sú verði ekki raunin. Eigum við ekki að segja 7.-8. sæti ef allir haldast heilir og í standi. Ég er nokkuð sáttur við þróunina á liðinu. Þetta hefur verið upp á við í undanförnum leikjum og ég held að sparkspekingar séu að vanmeta okkar hóp. Þetta leit ekki vel út í Lengjubikarnum en miðað við það sem hefur sést í undanförnum æfingaleikjum og maður hefur heyrt af frá Spáni lítur þetta betur út."

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Þróttar
Gregg Ryder: Höldum okkur 100% uppi
Dion: Nokkur félög höfðu áhuga

Komnir:
Arnar Darri Pétursson frá Stjörnunni
Aron Þórður Albertsson frá HK
Brynjar Jónasson frá Fjarðabyggð
Emil Atlason frá KR
Finnur Ólafsson frá Víkingi R.
Kristian Larsen frá Danmörku
Sebastian Svard frá Danmörku
Thiago Pinto Borges frá FC Vestsjælland í Danmörku
Viktor Unnar Illugason frá HK

Farnir:
Alexander Veigar Þórarinsson í Grindavík
Elías Fannar Stefnisson í Þrótt Vogum
Hlynur Hauksson að flytja erlendis
Jón Arnar Barðdal í Stjörnuna (Var á láni)
Viktor Jónsson í Víking R. (Var á láni)

Leikmenn Þróttar sumarið 2016:
Arnar Darri Pétursson - 1
Aron Lloyd Green - 23
Aron Ýmir Pétursson - 5
Aron Þórður Albertsson - 22
Brynjar Jónasson - 10
Davíð Þór Ásbjörnsson - 15
Dion Acoff - 11
Emil Atlason - 9
Erlingur Jack Guðmundsson - 24
Finnur Ólafsson - 16
Hallur Hallsson - 3
Hilmar Ástþórsson - 8
Hreinn Ingi Örnólfsson - 4
Karl Brynjar Björnsson - 19
Kristian Larsen - 29
Ragnar Pétursson - 17
Sebastian Svard - 14
Thiago Pinto Borges - 27
Tonny Mawejje - 21
Trausti Sigurbjörnsson - 30
Viktor Unnar Illugason - 20
Vilhjálmur Pálmason - 6

Leikir Þróttar 2016:
1. maí Þróttur - FH
8. maí Þróttur - KR
12. maí Stjarnan - Þróttur
17. maí Þróttur - Breiðablik
22. maí Valur - Þróttur
29. maí Þróttur - ÍBV
5. júní ÍA - Þróttur
24. júní Þróttur - Fjölnir
28. júní Víkingur Ó. - Þróttur
11. júlí Þróttur - Fylkir
18. júlí Víkingur R. - Þróttur
24. júlí FH - Þróttur
3. ágúst KR - Þróttur
8. ágúst Þróttur - Stjarnan
15. ágúst Breiðablik - Þróttur
22. ágúst Þróttur - Valur
28. ágúst ÍBV - Þróttur
11. september Þróttur - ÍA
15. september Fjölnir - Þróttur
19. september Þróttur - Víkingur Ó.
25. september Fylkir - Þróttur
1. október Þróttur - Víkingur R.

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner