Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 14. apríl 2016 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Víkingur Ó.
Sætinu í Pepsi-deildinni fagnað með fána Bosníu.
Sætinu í Pepsi-deildinni fagnað með fána Bosníu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Marki fagnað síðasta sumar.
Marki fagnað síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Alfreð Már Hjaltalín fagnar einu af marki sínu síðasta sumar.
Alfreð Már Hjaltalín fagnar einu af marki sínu síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Varnarmaðurinn Tomasz Luba.
Varnarmaðurinn Tomasz Luba.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ólafsvíkurkirkja gnæfir yfir vellinum.
Ólafsvíkurkirkja gnæfir yfir vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Reynir Gunnarsson og Ingólfur Sigurðsson eru horfnir á braut.
Guðmundur Reynir Gunnarsson og Ingólfur Sigurðsson eru horfnir á braut.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðarnir báðir falli úr Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Víkingur Ólafsvík endar í 11. sæti ef spáin rætist.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 Víkingur Ólafsvík 24 stig
12. Þróttur 14 stig

Um liðið: Ólsarar spila meðal þeirra bestu í annað sinn í sögu félagsins. Þeirra frumraun í deildinni kom 2013 en þeir féllu rakleiðis aftur. Í fyrra vann liðið 1. deildina og fær bæjarfélagið því aftur að upplifa það að eiga lið í efstu deild. Frábært afrek hjá litlu bæjarfélagi en fótboltaáhuginn í bænum hefur verið mikill.

Þjálfari - Ejub Purisevic: Hefur stýrt liðinu frá 2003, fyrir utan eitt ár. Ejub er í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins enda hefur hann afrekað magnaða hluti við stjórnvölinn og var áður leikmaður liðsins. Er mjög fær í að ná því besta út úr leikmönnum og spila upp á styrkleika hópsins sem hann hefur í höndunum. Þá er hann gríðarlega líflegur og lætur í sér heyra á hliðarlínunni, eitthvað sem fjölmiðlar elska en dómarar hata.

Styrkleikar: Það má búast við mjög skipulögðum Ólafsvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar og gæti reynst erfitt að brjóta þá á bak aftur. Ejub er gríðarlega klókur þjálfari og líklegt að liðið muni liggja til baka. Ólsarar hafa öfluga kosti sóknarlega, leikmenn sem geta refsað fyrir mistök varnarmanna andstæðingana. Spennandi verður að sjá hvernig Pape Mamadou Faye kemur inn í liðið.

Veikleikar: Efasemdir um hvort varnarmenn og markverðir liðsins séu nægilega góðir fyrir efstu deild. Munurinn á 1. deild og þeirri efstu er mikill og flestir bjuggust við því að liðið myndi styrkja sig með fleiri afgerandi mönnum. Varnarmaðurinn Admir Kubat sleit krossband og spilar ekki í sumar svo liðið er þunnskipað í öftustu línu. Það var mikil stemning kringum liðið þegar það spilaði í fyrsta sinn í efstu deild en ekki er hægt að skynja sömu stemningu núna.

Lykilmenn: Tomasz Luba og Þorsteinn Már Ragnarsson. Varnarmaðurinn Luba hefur spilað með Víkingum síðan 2010 og var í liði ársins í 1. deild í fyrra. Það er mikilvægt fyrir liðið að hann sýni betri frammistöðu en hann gerði í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum. Sóknarmaðurinn Þorsteinn er kominn aftur heim eftir að hafa verið hjá KR undanfarin ár og staðráðinn í að sýna hvað í sér býr.

Gaman að fylgjast með: Alfreð Már Hjaltalín gæti orðið stjarna í deildinni í sumar. Skoraði 12 mörk í 1. deildinni í fyrra og er leikmaður sem getur skapað tækifæri hvenær sem er. Ólsarar hafa mikla trú á stráknum og eru ósáttir við að hann hafi ekki fengið tækifæri með U21-landsliðinu.

Spurningamerkið: Munu Ólsarar sýna að þeir séu reynslunni ríkari eftir tímabilið 2013 þar sem vantaði einfaldlega gæði í liðið þegar mótið fór af stað? Það ár voru fengnir leikmenn í sumarglugganum en sá styrkur kom of seint.

Völlurinn: Vallarstæðið í Ólafsvík hefur vakið mikla athygli út fyrir Ísland. Ólafsvíkurkirkja gnæfir yfir vellinum. Smekkleg stúka er við völlinn sem er skemmtileg gryfja og hvetjum við fótboltaáhugafólk að taka sér rúnt og fara á Pepsi-deildarleik í Ólafsvík í sumar.



Stuðningsmaðurinn segir - Viðar Ingi Pétursson
„BRJÓTANDI: „Sérfræðingar“ spá nýliðum falli! Hvern hefði grunað! Eins og oftast með Víkingsliðið er maður pínu smeykur hvernig þeir byrja mótið, sökum t.d. æfingaaðstöðu yfir veturinn, leikmenn að koma seint inn o.s.frv. En ef þeir ná að krækja í nokkur stig í fyrstu umferðum þá verða þeir vaxandi og til alls líklegir Nota bene; Náðum í heil 6 stig í fyrri umferðinni síðast (Pepsí 2013) en tvöfölduðum það í seinni umferðinni. Þetta verður skeinuhætt lið í sumar, flugbeittir fram á við og vel vopnaðir. Eru líka reynslunni ríkari og óhræddir eftir m.a. frábært mót síðasta sumar auk þess sem þeir fóru taplausir í gegnum Lengjubikarinn í vetur. Ekkert helvítis fallbyssufóður! Eigum við ekki að segja að ég verði sáttur með Evrópusæti og bikarúrslitaleik. #boom - Mig dreymdi samt 8. sætið og jú jú, mun kannski alveg jafna mig á því."

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Víkings Ó
Þorsteinn Már: Verður ekki leiðinlegt að koma á KR-völlinn
Ejub Purisevic: Hjálpum leikmönnum sem hafa verið í vandræðum

Komnir:
Egill Jónsson frá KR
Pape Mamadou Faye frá BÍ/Bolungarvík
Pontus Nordenberg frá Svíþjóð
Þorsteinn Már Ragnarsson frá KR
Þórhallur Kári Knútsson frá Stjörnunni á láni

Farnir:
Arnar Sveinn Geirsson í Fram
Brynjar Kristmundsson í Fram
Guðmundur Reynir Gunnarsson í KR (Var á láni)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson var í láni frá Breiðabliki
Ingólfur Sigurðsson í Fram
Kristófer Eggertsson í HK

Leikmenn Víkings Ó. sumarið 2016:
Einar Hjörleifsson - 1
Egill Jónsson - 4
Björn Pálsson - 5
Óttar Ásbjörnsson - 6
Tomasz Luba - 7
William Dominguez - 8
Kristinn Magnús Pétursson - 9
Þorsteinn Már Ragnarsson - 10
Þórhallur Kári Knútsson - 12
Emir Dokara - 13
Pontus Nordenberg - 15
Hrvoje Tokic - 17
Alfreð Már Hjaltalín - 18
Pape Mamadou Faye - 19
Leó Örn Þrastarson - 20
Sumarliði Kristmundsson - 21
Vignir Snær Stefánsson - 22
Admir Kubat - 23
Kenan Turudija - 24
Pétur Steinar - 25
Cristian Martinez Liberato - 30

Leikir Víkings Ó. 2016:
1. maí Breiðablik - Víkingur Ó.
8. maí Víkingur Ó. - Valur
12. maí ÍBV - Víkingur Ó.
16. maí Víkingur Ó. - ÍA
22. maí Fjölnir - Víkingur Ó.
30. maí FH - Víkingur Ó.
5. júní Víkingur Ó. - Fylkir
24. júní Víkingur R. - Víkingur Ó.
28. júní Víkingur Ó. - Þróttur
10. júlí KR - Víkingur Ó.
17. júlí Víkingur Ó. - Stjarnan
24. júlí Víkingur Ó - Breiðablik
3. ágúst Valur - Víkingur Ó.
7. ágúst Víkingur Ó. - ÍBV
15. ágúst ÍA - Víkingur Ó.
21. ágúst Víkingur Ó. - Fjölnir
28. ágúst Víkingur Ó. - FH
11. sept Fylkir - Víkingur Ó.
15. sept Víkingur Ó - Víkingur R.
19. sept Þróttur - Víkingur Ó.
25. sept Víkingur Ó. - KR
1. okt Stjarnan - Víkingur Ó.

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner