Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. nóvember 2015 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
Eigandi Leyton Orient lætur leikmenn dúsa á hóteli
Francesco Becchetti er harður í horn að taka.
Francesco Becchetti er harður í horn að taka.
Mynd: Getty Images
Francesco Becchetti eigandi Leyton Orient á Englandi er ósáttur við gengi liðsins að undanförnu og hefur tekið upp á því að refsa leikmönnum liðsins með því að skipa þeim að dvelja alla vikuna á ódýru hóteli.

Becchetti tók tilkynnti Ian Hendon stjóra liðsins um ákvörðun sína þegar liðið var á leið til baka úr 400 kílómetra ferðalagi eftir 3-1 tap gegn Hartlepool á sunnudaginn.

Rútan fór með liðið á Marriott hótelið i Waltham Abbey sem kostar 100 pund herbergið á nóttina. Þar hafa 18 leikmenn liðsins og 6 starfsmenn verið látnir dúsa síðan og þeirra á meðal er þjálfarateymið.

Leikmennirnir hafa að vísu fengið að yfirgefa hótelið í frítíma sínum til að heimsækja fjölskylduna en verða að vera komnir aftur á matmálstímum á hótelið og sofa svo þar. Eigandinn vill hafa liðið þar fram að næsta leik gegn York á laugardaginn.

Liðið er í ensku 2. deildinni og hefur aðeins unnið einn af síðustu 12 leikjum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner