Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. nóvember 2017 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Watford ekki í vandræðum með West Ham
Richarlison kórónaði góða frammistöðu með marki.
Richarlison kórónaði góða frammistöðu með marki.
Mynd: Getty Images
Watford 2 - 0 West Ham
1-0 Will Hughes ('11)
2-0 Richarlison ('64)

Watford lenti ekki í vandræðum gegn West Ham United í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þetta var fyrsti leikur David Moyes við stjórnvölinn hjá Hömrunum.

Heimamenn komust yfir snemma þegar Will Hughes skoraði laglegt mark eftir atgang í vítateig gestanna.

Richarlison tvöfaldaði forystuna á 64. mínútu og er þetta fyrsti sigur Watford í deildinni í rúman mánuð, eftir tapleiki gegn Chelsea, Stoke og Everton.

Watford var sterkari aðilinn stærstan part leiksins en Hamrarnir hefðu hæglega getað skorað jöfnunarmark ef ekki fyrir Heurelho Gomes, sem átti stórleik á milli stanganna. West Ham er í fallsæti, með níu stig eftir tólf umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner