Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. nóvember 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
Bjarni: Sýnir hvað KR hefur verið að gera undanfarin ár
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Það væri erfitt fyrir hvaða lið sem er á Íslandi að missa Baldur," segir Bjarni Guðjónsson þjálfari KR um brotthvarf Baldurs Sigurðssonar sem er á leið til SönderjyskE í Danmörku.

,,Hann var fyrirliði liðsins og hann hefur verið einn af bestu miðjumönnunum á Íslandi undanfarin ár."

,,Það er ekki óskastaða að Baldur sé að fara út en aftur á móti er það frábært fyrir hann. Þetta sýnir hvað KR hefur verið að gera undanfarin ár. Ég er ekki með tölfræðina 100% á hreinu en ég held að það fari fleiri leikmenn út frá KR en nokkru öðru íslensku liði."


Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen mun ganga til liðs við KR í janúar en hann lék með ÍBV 2011 og 2012.

,,Rasmus er að stíga upp úr meiðslum og verður úti fram í janúar. Þá kemur hann hingað og við tökum stöðuna á meiðslunum. Rasmus í lagi er mjög öflugur hafsent og frábær karakter," sagði Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner