Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. mars 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Fyrrum leikmaður ÍBV í liði ársins í ensku D-deildinni
Mellor í leik með ÍBV árið 2011.
Mellor í leik með ÍBV árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kelvin Mellor, fyrrum leikmaður ÍBV, hefur verið valinn í lið tímabilsins í ensku D-deildinni.

Mellor skoraði tvö mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni með ÍBV á láni frá Crewe árið 2011.

Eftir að hafa leikið með Crewe og Plymouth þá er hinn 26 ára gami Mellor í dag á mála hjá Blackpool.

Mellor leikur í hægri bakverðinum hjá Blackpool og góð frammistaða hans í vetur hefur komið honum í lið tímabilsins.

Blackpool er í áttunda sæti í ensku D-deildinni en liðið hefur hrapað niður um nokkrar deildir undanfarin ár.

Tímabilið 2010/2011 spilaði Blackpool mjög skemmtilegan bolta í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Ian Holloway.

Liðið féll þó í lokaumferðinni eftir tap gegn Manchester United og síðan þá hefur lítið gengið upp hjá félaginu.

Hér að neðan má sjá lið ársins í ensku D-deildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner