Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. febrúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
McTominay vildi endurgjalda Mourinho traustið
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Scott McTominay segist hafa verið ákveðinn í að endurgjalda Jose Mourinho traustið eftir að hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu í markalausa jafnteflinu gegn Sevilla í gær.

Hinn 21 árs gamli McTominay byrjaði á meðan Paul Pogba var á bekknum.

„Auðvitað er mikilvægt fyrir mig að endurgjalda stjóranum þegar hann setur traustið á mig í svona leikjum," sagði McTominay eftir leik.

„Mér fannst allt liðið standa sig vel í kvöld (í gærkvöldi) fyrir stjórann og við förum með góða stöðu til baka á Old Trafford. Þetta er ekki besta mögulega staðan því við unnum ekki en við erum í góðri stöðu því að við getum farið til baka, barist um hvern bolta og vonandi komist í 8-liða úrslit."

„Við höfum upp á allt að spila. Í 0-0 stöðunni getur allt gerst. Við erum vongóðir gegn öllum liðum sem við mætum. Vonandi förum við aftur á Old Trafford og komumst áfram þar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner