Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 22. mars 2017 10:56
Elvar Geir Magnússon
Parma
Kári: Ég er klár - Hef sparað mig fyrir þetta verkefni
Icelandair
Góðar fréttir af Kára. Hér er hann á æfingunni í dag.
Góðar fréttir af Kára. Hér er hann á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, hefur ekkert spilað með sínu félagsliði í mars vegna meiðsla en hann er klár í slaginn fyrir landsleikinn mikilvæga gegn Kosóvó á föstudaginn.

„Ég var að spara mig svolítið svo ég myndi ekki fá högg á þetta með félagsliði mínu. Ég forðaðist það að fara í „contact" en nú er ég kominn í stand og líður bara vel," segir Kári sem hefur getað æft á fullu með Íslandi í Parma.

Kári segir að leikurinn gegn Kosóvó hafi verið í huga sér allan tímann sem hann var að jafna sig á meiðslunum.

„Að sjálfsögðu. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og taflan sýnir það að við megum ekki tapa stigum. Ef allt fer á besta veg getum við verið í mjög góðri stöðu fyrir þennan leik."

Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, hefur leikgreint lið Kosóvó fyrir Heimi Hallgrímsson og hélt hann fyrirlestur fyrir íslenska hópinn í gær. Við spurðum Kára að því hverju varnarmenn Íslands séu að fara að mæta á föstudaginn?

„Þeir eru með tvo mjög spræka, einn stóran „striker" og annan minni sem spilar í Austurríki. Það er engin ástæða fyrir okkur að fara að vanmeta þetta lið. Ofan á allt er þetta erfiður útivöllur sem við erum að fara á."

Viðtalið við Kára má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Kári tjáir sig meðal annars um Omonia, lið sitt í Kýpur, og heita stuðningsmenn í landinu.


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner