Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 22. mars 2017 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi: Kosóvó verður fljótt að klifra upp FIFA listann
Icelandair
Ólafur Ingi á æfingu Íslands í Parma í gær.
Ólafur Ingi á æfingu Íslands í Parma í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að fá að taka þátt í þessu með strákunum," sem er í landsliðshópi Íslands sem mætir Kosóvó í undankeppni Íslands næstkomandi föstudagskvöld.

Kosóvó kom óvænt inn í riðil Íslands í lok sumars eftir að búið var að draga í riðlana fyrir mótið en þá hafði knattpspyrnusamband þjóðarinnar fengið samþykki um inngöngu í FIFA í fyrsta sinn.

„Þetta er nýtt lið og ný þjóð í raun og veru. Þetta verður bara spennandi, þeir eru með hörkulið og eiga eftir að verða fljótir að klifra upp FIFA listann. Við þurfum að vera 100% tilbúnir í þennan leik til að geta fengið eitthvað úr honum," sagði Ólafur Ingi.

„Við erum einbeittir að því að passa okkur að skoða þá vel og fara yfir þá leiki sem þeir hafa spilað svo við vitum hvað við erum að fara út í."

Íslenska liðið er lemstrað fram á við, þar vantar nokkra lykilmenn sem allajafna byrja, Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason og Kolbein Sigþórsson.

„Það kemur bara maður í manns stað," sagði Ólafur Ingi. „Við höfum úr nógu af mönnum að taka og ég er sannfærður um að þeir sem fá að spreyta sig gera það bara mjög vel."

Nánar er rætt við Ólaf Inga í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner