Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. maí 2018 07:30
Ingólfur Stefánsson
Carlos Bacca fær hlutverk hjá Milan á næsta tímabili
Kalinic og Silva á förum?
Mynd: Getty Images
Massimiliano Mirabelli, yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan, segir að Carlos Bacca muni snúa aftur til félagsins í sumar og að liðið muni einnig kaupa heimsklassa framherja.

Nikola Kalinic og Andre Silva gengu til liðs við AC Milan síðasta sumar en hafa ekki spilað undir væntingum. Mirabelli gaf í skyn að Bacca og annar framherji myndu leysa þá af hólmi fyrir næsta tímabil. Þá segir hann að engin tilboð hafi borist í Gianluigi Donnarumma markvörð liðsins.

„Við höfum ekki fengið nein tilboð í Donnarumma. Hann er mikilvægur fyrir okkur og hann framlengdi samning sinn fyrir ári síðan. Við viljum halda honum í langan tíma."

„Það verða einhverjar breytingar í sóknarleik liðsins. Bacca snýr aftur, við ætlum að skipta út tveimur framherjum. Við munum kaupa topp framherja til þess að leysa þá af, við munum ekki taka neina sénsa."


Bacca eyddi síðasta tímabili á láni hjá Villareal í spænsku deildinni og skoraði 15 mörk. Villareal voru þó ekki tilbúnir að eyða 15.5 milljónum evra í leikmanninn eins og þeir höfðu möguleika á í lok lánssamningsins.
Athugasemdir
banner
banner